Skilyrði sölu að útgerðin verði áfram á Seyðisfirði Kristján Már Unnarsson skrifar 1. október 2014 17:28 Togarinn og frystihúsið, burðarásar Seyðisfjarðar, hafa verið seld til Síldarvinnslunnar. Forseti bæjarstjórnar Seyðisfjarðar segir að þetta sé kannski það besta sem gat gerst. Á Seyðisfirði hefur togarinn Gullver landað fyrir frystihús Brimbergs. Saman hafa þau haft sextíu starfsmenn og rekin undir stjórn Adolfs Guðmundssonar, formanns Landssambands íslenskra útvegsmanna. Í dag var tilkynnt að Síldarvinnslan í Neskaupstað hefði keypt þessa tvo burðarása Seyðisfjarðar, með fyrirvara um samþykki Samkeppnisstofnunar. Samtímis skýrði Adolf frá því að hann hygðist láta af formennsku LÍÚ á aðalfundi síðar í mánuðinum.Adolf Guðmundsson, útgerðarmaður á Seyðisfirði og fomaður LÍÚ.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Adolf segir seljendur hafa sett það skilyrði að útgerð og vinnsla yrðu áfram á Seyðisfirði og kveðst hann hafa fulla trú á því að starfsemin verði treyst þegar eitt öflugasta sjávarútvegsfyrirtæki landsins taki við. Eigendur voni að þetta verði til þess að samfélagið eflist á Seyðisfirði. Forseti bæjarstjórnar Seyðisfjarðar, Arnbjörg Sveinsdóttir, segir heimamenn hafa gert sér grein fyrir því að það hlyti að koma að þessu. Hvorki hafi verið hægt að reka togarann né frystihúsið á fullum afköstum, til þess væru aflaheimildir of litlar. Einnig spili veiðigjöld inn í þessa ákvörðun.Arnbjörg Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Seyðisfjarðar.Mynd/Stöð 2.Í því ljósi segir Arnbjörg að þetta sé sennilega það besta sem gat gerst. Síldarvinnslan sé þegar með starfsemi á Seyðisfirði, ráðamenn hennar segist ætla að efla reksturinn þar, og kveðst Arnbjörg ekki hafa neina ástæðu til að ætla annað en að þeir geri þetta af fullum heilindum. Arnbjörg segir þó að þetta séu blendnar tilfinningar enda sé þetta 55 ára gamalt fjölskyldufyrirtæki Seyðfirðinga. Tengdar fréttir Segir sextíu störf tapast frá Seyðisfirði við óbreytt gjöld Ef veiðigjöld hefðu ekki verið lækkuð frá ákvörðun síðustu ríkisstjórnar hefði útgerðarmaður togarans, sem heldur uppi fiskvinnslu á Seyðisfirði, lagt til við eigendur að hætta rekstrinum. 11. nóvember 2013 18:00 Síldarvinnslan kaupir öll hlutabréf í Gullbergi Gullberg gerir út togarann Gullver NS 12, en samhliða kaupum á togaranum keypti Síldarvinnslan húsnæði og búnað Brimbergs til fiskvinnslu á Seyðisfirði. 1. október 2014 11:24 Formaður LÍÚ til starfa á ný eftir veikindaleyfi Adolf Guðmundsson, formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna og útgerðarmaður togarans Gullvers á Seyðisfirði, greindi frá því í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 að hann hefði þurft að taka sér tveggja mánaða veikindaleyfi frá störfum í haust vegna krabbameinsmeðferðar. 12. nóvember 2013 14:30 Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Togarinn og frystihúsið, burðarásar Seyðisfjarðar, hafa verið seld til Síldarvinnslunnar. Forseti bæjarstjórnar Seyðisfjarðar segir að þetta sé kannski það besta sem gat gerst. Á Seyðisfirði hefur togarinn Gullver landað fyrir frystihús Brimbergs. Saman hafa þau haft sextíu starfsmenn og rekin undir stjórn Adolfs Guðmundssonar, formanns Landssambands íslenskra útvegsmanna. Í dag var tilkynnt að Síldarvinnslan í Neskaupstað hefði keypt þessa tvo burðarása Seyðisfjarðar, með fyrirvara um samþykki Samkeppnisstofnunar. Samtímis skýrði Adolf frá því að hann hygðist láta af formennsku LÍÚ á aðalfundi síðar í mánuðinum.Adolf Guðmundsson, útgerðarmaður á Seyðisfirði og fomaður LÍÚ.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Adolf segir seljendur hafa sett það skilyrði að útgerð og vinnsla yrðu áfram á Seyðisfirði og kveðst hann hafa fulla trú á því að starfsemin verði treyst þegar eitt öflugasta sjávarútvegsfyrirtæki landsins taki við. Eigendur voni að þetta verði til þess að samfélagið eflist á Seyðisfirði. Forseti bæjarstjórnar Seyðisfjarðar, Arnbjörg Sveinsdóttir, segir heimamenn hafa gert sér grein fyrir því að það hlyti að koma að þessu. Hvorki hafi verið hægt að reka togarann né frystihúsið á fullum afköstum, til þess væru aflaheimildir of litlar. Einnig spili veiðigjöld inn í þessa ákvörðun.Arnbjörg Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Seyðisfjarðar.Mynd/Stöð 2.Í því ljósi segir Arnbjörg að þetta sé sennilega það besta sem gat gerst. Síldarvinnslan sé þegar með starfsemi á Seyðisfirði, ráðamenn hennar segist ætla að efla reksturinn þar, og kveðst Arnbjörg ekki hafa neina ástæðu til að ætla annað en að þeir geri þetta af fullum heilindum. Arnbjörg segir þó að þetta séu blendnar tilfinningar enda sé þetta 55 ára gamalt fjölskyldufyrirtæki Seyðfirðinga.
Tengdar fréttir Segir sextíu störf tapast frá Seyðisfirði við óbreytt gjöld Ef veiðigjöld hefðu ekki verið lækkuð frá ákvörðun síðustu ríkisstjórnar hefði útgerðarmaður togarans, sem heldur uppi fiskvinnslu á Seyðisfirði, lagt til við eigendur að hætta rekstrinum. 11. nóvember 2013 18:00 Síldarvinnslan kaupir öll hlutabréf í Gullbergi Gullberg gerir út togarann Gullver NS 12, en samhliða kaupum á togaranum keypti Síldarvinnslan húsnæði og búnað Brimbergs til fiskvinnslu á Seyðisfirði. 1. október 2014 11:24 Formaður LÍÚ til starfa á ný eftir veikindaleyfi Adolf Guðmundsson, formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna og útgerðarmaður togarans Gullvers á Seyðisfirði, greindi frá því í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 að hann hefði þurft að taka sér tveggja mánaða veikindaleyfi frá störfum í haust vegna krabbameinsmeðferðar. 12. nóvember 2013 14:30 Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Segir sextíu störf tapast frá Seyðisfirði við óbreytt gjöld Ef veiðigjöld hefðu ekki verið lækkuð frá ákvörðun síðustu ríkisstjórnar hefði útgerðarmaður togarans, sem heldur uppi fiskvinnslu á Seyðisfirði, lagt til við eigendur að hætta rekstrinum. 11. nóvember 2013 18:00
Síldarvinnslan kaupir öll hlutabréf í Gullbergi Gullberg gerir út togarann Gullver NS 12, en samhliða kaupum á togaranum keypti Síldarvinnslan húsnæði og búnað Brimbergs til fiskvinnslu á Seyðisfirði. 1. október 2014 11:24
Formaður LÍÚ til starfa á ný eftir veikindaleyfi Adolf Guðmundsson, formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna og útgerðarmaður togarans Gullvers á Seyðisfirði, greindi frá því í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 að hann hefði þurft að taka sér tveggja mánaða veikindaleyfi frá störfum í haust vegna krabbameinsmeðferðar. 12. nóvember 2013 14:30