Lífið

Bjarni Ben tekur 100 kíló í bekkpressu

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Bjarni Ben tekur 100 kíló í bekk.
Bjarni Ben tekur 100 kíló í bekk.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir frá því á Facebook-síðu sinni að hann hafi tekið hundrað kíló í bekkpressu í morgun. Hann lét sér ekki nægja að fleygja lóðunum einu sinni; fjármálaráðherra lyfti kílóunum hundrað alls þrisvar sinnum.

„Eftir fjöruga viku og erfitt ferðalag var gott að taka aðeins á því í ræktinni í morgun. Lauk við eitt markmiðið, sem var að lyfta 100 kg í bekknum. Lóðin fóru upp 3x. Næsta markmið er 10x100,“ segir hann.

Á vefnum Men‘s Health er vitnað í þjálfarann Louie Simmons, sem hefur þjálfað fimm heimsmeistara í bekkpressu. Hann segir að lykillinn að því að bæta sig í bekkpressu sé að lyfta hratt.

Egill Einarsson.visir/Arnþór
Hann leggur til fjögurra vikna áætlun. Hún felst í því að lyfta fjörutíu prósent af því sem maður getur lyft mest, sem á fagmálinu er kallað að „maxa“. Simmons leggur til að þeirri þyngd sé lyft þrisvar sinnum í einu á stuttum tíma. Þetta skal endurtekið níu sinnum, en huga þarf að bilinu milli handanna í hvert skipti.

„Stuðningur minn við vinstri græna er í uppnámi eftir þennan svakalega útleik fjármálaráðherra,“ segir Egill Einarsson, einkaþjálfari, í samtali við Vísi.

„Það er eins með mig og þjóðina, hún vill sterka leiðtoga. Það sem gerir þetta sérstaklega aðdáunarvert er að Bjarni ætlar að maxa 100 kg. einu sinni en pumpar 100 kílóunum svo þrisvar. Greinilega hörku kraftur í honum, ég gef honum sex vikur að ná markmiðinu sínu, 10x100.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×