Segist berjast við ofurafl með fulla vasa af peningum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. október 2014 22:10 Sigurjón Þ. Árnason fór mikinn við aðalmeðferð málsins. Vísir/Vilhelm Aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Sérstaks saksóknara á hendur fyrrverandi stjórnendum og starfsmönnum Landsbankans lauk í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Í upphafi var gert ráð fyrir að aðalmeðferðin tæki 9 daga en hún lengdist og stóð yfir í 11 daga. Munnlegur málflutningur saksóknara og verjenda fór fram í gær og í dag en Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri, tók svo til máls í lokin. Hann sagði að saksóknara hefði ekki tekist að sýna fram á aðkomu sína að málinu. „Það liggur fyrir að það er ekki einn einasti hljóðfæll, tölvupóstur, fundargerð eða vitni sem staðfestir aðkomu mína að þessu máli. Það er bara akkúrat allt eins og ég sagði við yfirheyrslur árið 2011. Samt er búið að fara yfir 520 þúsund tölvupósta, taka 80 pappakassa, hlusta á 7000 símtöl, gera húsleitir og hleranir. Það finnst ekkert en samt er ákært.“ Sigurjón var, líkt og áður, gagnrýninn á embætti Sérstaks saksóknara. „Þetta er ofurafl sem við erum að berjast við með ótakmarkaða peninga á móti okkur venjulegum fjölskyldumönnum. [...] Eins og ég þekki þetta embætti þá reyna þeir að ákæra þó að þeir hafi bara 10-20% vinningslíkur,“ sagði hann meðal annars. Hann sagði málatilbúnað ákæruvaldsins „eftiráspeki“ sem varð til eftir hrun því „það þurfi nú að klekkja á þessum bankamönnum.“Markaðsmisnotkunarmálið er stærsta einstaka mál Sérstaks saksóknara til þessa.Vísir/StefánKauphallarhermirinn er ekki sönnunarvél Í munnlegum málflutningi gagnrýndu verjendur einnig málatilbúnað ákæruvaldsins. Notkun alræmds kauphallarhermis við aðalmeðferðina var meðal annars til umræðu. Helgi Sigurðarson, verjandi Júlíusar Steinars Heiðarssonar, sagði að með honum hefði saksóknara tekist að gera einfalda hluti óskiljanlega og flókna. Í andsvörum sínum sagði Arnþrúður Þórarinsdóttir, saksóknari, kauphallarherminn einfaldlega sýna grunngögn úr Kauphöll Íslands á læsilegu formi. Hermirinn væri engin sönnunarvél heldur mætti þar sjá hvernig hegðunin var með viðskipti í bréfum Landsbankans á ákærutímabilinu. „Hermirinn er settur fram til að lýsa gögnum, hann er ekki settur fram til að greina þau,“ sagði saksóknari. Hún sagði ekki þörf á að fara í ítarlegar greiningar á gögnum áður en þau væru lögð í sönnunarmat hjá dómi þar sem sönnunarbyrðin væri lögfræðileg, ekki tölfræðileg. Arnþrúður sagði ákærðu í málinu ekki enn hafa svarað því af hverju svona mikið var keypt í bréfum Landsbankans. Hún sagði þá hafa hagað sér eins og flugstjóra í háska en í stað þess að nauðlenda hafi þeir brotið alla viðvörunarmæla. Í andsvörum sínum ítrekuðu verjendur gagnrýni sína á kauphallarherminn og sagði Helgi hann sýna viðskiptin með myndrænum hætti á villandi hátt. Þá mótmælti Sigurður G. Guðjónsson, verjandi Sigurjóns Þ. Árnason, því að ekki væri að finna greiningu á viðskiptunum í herminum. Vísaði hann í skýrslu sem tekin var af Tómasi Philip Rúnarssyni , höfundi hermisins, sem sagði að hann hefði líka verið að greina viðskiptin og atferli þátttakenda í þeim. Reimar Pétursson, verjandi Sindra Sveinssonar, benti svo á vitlausa útreikninga í sjálfri ákærunni og ætlaði saksóknari að fá að svara fyrir það en dómsformaður leyfði það ekki. Málið verður nú dómtekið og verður dómur kveðinn upp innan fjögurra vikna. Tengdar fréttir Bankastjórinn reiddi sig á eftirlitsaðila Halldór J. Kristjánsson, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, segist hafa treyst því að Kauphöllin, FME og innra eftirlit bankans myndu láta sig vita ef eitthvað óeðliegt ætti sér stað með viðskipti bankans með eigin bréf. 10. október 2014 12:30 „Átti aldrei von á því að Davíð Oddsson myndi sprengja Glitni í loft upp“ Sigurjón Árnason neitaði að hafa þekkt eitthvað til viðskipta með eigin bréf Landsbankans fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 8. október 2014 15:31 Datt aldrei í hug að bankinn gæti farið í þrot "Það var aldrei í okkar hugsun að eitthvað svona væri að koma fyrir,“ sagði Björgólfur Guðmundsson í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 13. október 2014 12:49 Björgólfsfeðgar bera vitni Vitnaleiðslur hefjast í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli Sérstaks saksóknara gegn Sigurjóni Þ. Árnasyni, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, og þremur undirmönnum hans. 9. október 2014 07:42 Segir málatilbúnaðinn byggja á „eftiráspeki“ "Það er auðvelt að vera vitur eftir á. Ekki nóg með það þá er beinlínis erfitt að vera það ekki,“ sagði Reimar Snæfells Pétursson, verjandi Sindra Sveinssonar. 16. október 2014 16:34 „Ef ég ætti svona mikinn pening myndi ég bara klára Kauphöllina“ Skýrslutaka yfir Sigurjóni Þ. Árnasyni, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 8. október 2014 12:24 Ósáttur við að vera kallaður til sem vitni Steinþór Gunnarsson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar Landsbankans, baðst undan því að bera vitni í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag í markaðsmisknotkunarmáli bankans. 10. október 2014 11:36 Tveir milljarðar í rannsókn á markaðsmisnotkunarmáli Þetta kom fram í máli Helga Sigurðarsonar, verjanda Júlíusar Steinars Heiðarssonar, í Héraðsdómi Reykjavíkur. 16. október 2014 14:38 Kom ekki nálægt rannsókn á markaðsmisnotkun Landsbankans Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi starfsmaður Sérstaks saksóknara, bar í dag vitni í markaðsmisnotkunarmáli sem höfðað er gegn fjórum fyrrum stjórnendum og starfsmönnum Landsbankans. 9. október 2014 18:52 Þvertók fyrir að hafa haft áhrif á hlutabréfaverð Björgólfur Thor Björgólfsson, stærsti eigandi Landsbankans fyrir hrun, kvaðst fyrir Héraðsdómi í dag hafa rætt hvernig ætti að bregðast við óveðri en ekki hvernig ætti að hafa áhrif á veðrið. 10. október 2014 13:00 Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Sjá meira
Aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Sérstaks saksóknara á hendur fyrrverandi stjórnendum og starfsmönnum Landsbankans lauk í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Í upphafi var gert ráð fyrir að aðalmeðferðin tæki 9 daga en hún lengdist og stóð yfir í 11 daga. Munnlegur málflutningur saksóknara og verjenda fór fram í gær og í dag en Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri, tók svo til máls í lokin. Hann sagði að saksóknara hefði ekki tekist að sýna fram á aðkomu sína að málinu. „Það liggur fyrir að það er ekki einn einasti hljóðfæll, tölvupóstur, fundargerð eða vitni sem staðfestir aðkomu mína að þessu máli. Það er bara akkúrat allt eins og ég sagði við yfirheyrslur árið 2011. Samt er búið að fara yfir 520 þúsund tölvupósta, taka 80 pappakassa, hlusta á 7000 símtöl, gera húsleitir og hleranir. Það finnst ekkert en samt er ákært.“ Sigurjón var, líkt og áður, gagnrýninn á embætti Sérstaks saksóknara. „Þetta er ofurafl sem við erum að berjast við með ótakmarkaða peninga á móti okkur venjulegum fjölskyldumönnum. [...] Eins og ég þekki þetta embætti þá reyna þeir að ákæra þó að þeir hafi bara 10-20% vinningslíkur,“ sagði hann meðal annars. Hann sagði málatilbúnað ákæruvaldsins „eftiráspeki“ sem varð til eftir hrun því „það þurfi nú að klekkja á þessum bankamönnum.“Markaðsmisnotkunarmálið er stærsta einstaka mál Sérstaks saksóknara til þessa.Vísir/StefánKauphallarhermirinn er ekki sönnunarvél Í munnlegum málflutningi gagnrýndu verjendur einnig málatilbúnað ákæruvaldsins. Notkun alræmds kauphallarhermis við aðalmeðferðina var meðal annars til umræðu. Helgi Sigurðarson, verjandi Júlíusar Steinars Heiðarssonar, sagði að með honum hefði saksóknara tekist að gera einfalda hluti óskiljanlega og flókna. Í andsvörum sínum sagði Arnþrúður Þórarinsdóttir, saksóknari, kauphallarherminn einfaldlega sýna grunngögn úr Kauphöll Íslands á læsilegu formi. Hermirinn væri engin sönnunarvél heldur mætti þar sjá hvernig hegðunin var með viðskipti í bréfum Landsbankans á ákærutímabilinu. „Hermirinn er settur fram til að lýsa gögnum, hann er ekki settur fram til að greina þau,“ sagði saksóknari. Hún sagði ekki þörf á að fara í ítarlegar greiningar á gögnum áður en þau væru lögð í sönnunarmat hjá dómi þar sem sönnunarbyrðin væri lögfræðileg, ekki tölfræðileg. Arnþrúður sagði ákærðu í málinu ekki enn hafa svarað því af hverju svona mikið var keypt í bréfum Landsbankans. Hún sagði þá hafa hagað sér eins og flugstjóra í háska en í stað þess að nauðlenda hafi þeir brotið alla viðvörunarmæla. Í andsvörum sínum ítrekuðu verjendur gagnrýni sína á kauphallarherminn og sagði Helgi hann sýna viðskiptin með myndrænum hætti á villandi hátt. Þá mótmælti Sigurður G. Guðjónsson, verjandi Sigurjóns Þ. Árnason, því að ekki væri að finna greiningu á viðskiptunum í herminum. Vísaði hann í skýrslu sem tekin var af Tómasi Philip Rúnarssyni , höfundi hermisins, sem sagði að hann hefði líka verið að greina viðskiptin og atferli þátttakenda í þeim. Reimar Pétursson, verjandi Sindra Sveinssonar, benti svo á vitlausa útreikninga í sjálfri ákærunni og ætlaði saksóknari að fá að svara fyrir það en dómsformaður leyfði það ekki. Málið verður nú dómtekið og verður dómur kveðinn upp innan fjögurra vikna.
Tengdar fréttir Bankastjórinn reiddi sig á eftirlitsaðila Halldór J. Kristjánsson, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, segist hafa treyst því að Kauphöllin, FME og innra eftirlit bankans myndu láta sig vita ef eitthvað óeðliegt ætti sér stað með viðskipti bankans með eigin bréf. 10. október 2014 12:30 „Átti aldrei von á því að Davíð Oddsson myndi sprengja Glitni í loft upp“ Sigurjón Árnason neitaði að hafa þekkt eitthvað til viðskipta með eigin bréf Landsbankans fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 8. október 2014 15:31 Datt aldrei í hug að bankinn gæti farið í þrot "Það var aldrei í okkar hugsun að eitthvað svona væri að koma fyrir,“ sagði Björgólfur Guðmundsson í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 13. október 2014 12:49 Björgólfsfeðgar bera vitni Vitnaleiðslur hefjast í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli Sérstaks saksóknara gegn Sigurjóni Þ. Árnasyni, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, og þremur undirmönnum hans. 9. október 2014 07:42 Segir málatilbúnaðinn byggja á „eftiráspeki“ "Það er auðvelt að vera vitur eftir á. Ekki nóg með það þá er beinlínis erfitt að vera það ekki,“ sagði Reimar Snæfells Pétursson, verjandi Sindra Sveinssonar. 16. október 2014 16:34 „Ef ég ætti svona mikinn pening myndi ég bara klára Kauphöllina“ Skýrslutaka yfir Sigurjóni Þ. Árnasyni, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 8. október 2014 12:24 Ósáttur við að vera kallaður til sem vitni Steinþór Gunnarsson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar Landsbankans, baðst undan því að bera vitni í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag í markaðsmisknotkunarmáli bankans. 10. október 2014 11:36 Tveir milljarðar í rannsókn á markaðsmisnotkunarmáli Þetta kom fram í máli Helga Sigurðarsonar, verjanda Júlíusar Steinars Heiðarssonar, í Héraðsdómi Reykjavíkur. 16. október 2014 14:38 Kom ekki nálægt rannsókn á markaðsmisnotkun Landsbankans Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi starfsmaður Sérstaks saksóknara, bar í dag vitni í markaðsmisnotkunarmáli sem höfðað er gegn fjórum fyrrum stjórnendum og starfsmönnum Landsbankans. 9. október 2014 18:52 Þvertók fyrir að hafa haft áhrif á hlutabréfaverð Björgólfur Thor Björgólfsson, stærsti eigandi Landsbankans fyrir hrun, kvaðst fyrir Héraðsdómi í dag hafa rætt hvernig ætti að bregðast við óveðri en ekki hvernig ætti að hafa áhrif á veðrið. 10. október 2014 13:00 Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Sjá meira
Bankastjórinn reiddi sig á eftirlitsaðila Halldór J. Kristjánsson, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, segist hafa treyst því að Kauphöllin, FME og innra eftirlit bankans myndu láta sig vita ef eitthvað óeðliegt ætti sér stað með viðskipti bankans með eigin bréf. 10. október 2014 12:30
„Átti aldrei von á því að Davíð Oddsson myndi sprengja Glitni í loft upp“ Sigurjón Árnason neitaði að hafa þekkt eitthvað til viðskipta með eigin bréf Landsbankans fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 8. október 2014 15:31
Datt aldrei í hug að bankinn gæti farið í þrot "Það var aldrei í okkar hugsun að eitthvað svona væri að koma fyrir,“ sagði Björgólfur Guðmundsson í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 13. október 2014 12:49
Björgólfsfeðgar bera vitni Vitnaleiðslur hefjast í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli Sérstaks saksóknara gegn Sigurjóni Þ. Árnasyni, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, og þremur undirmönnum hans. 9. október 2014 07:42
Segir málatilbúnaðinn byggja á „eftiráspeki“ "Það er auðvelt að vera vitur eftir á. Ekki nóg með það þá er beinlínis erfitt að vera það ekki,“ sagði Reimar Snæfells Pétursson, verjandi Sindra Sveinssonar. 16. október 2014 16:34
„Ef ég ætti svona mikinn pening myndi ég bara klára Kauphöllina“ Skýrslutaka yfir Sigurjóni Þ. Árnasyni, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 8. október 2014 12:24
Ósáttur við að vera kallaður til sem vitni Steinþór Gunnarsson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar Landsbankans, baðst undan því að bera vitni í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag í markaðsmisknotkunarmáli bankans. 10. október 2014 11:36
Tveir milljarðar í rannsókn á markaðsmisnotkunarmáli Þetta kom fram í máli Helga Sigurðarsonar, verjanda Júlíusar Steinars Heiðarssonar, í Héraðsdómi Reykjavíkur. 16. október 2014 14:38
Kom ekki nálægt rannsókn á markaðsmisnotkun Landsbankans Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi starfsmaður Sérstaks saksóknara, bar í dag vitni í markaðsmisnotkunarmáli sem höfðað er gegn fjórum fyrrum stjórnendum og starfsmönnum Landsbankans. 9. október 2014 18:52
Þvertók fyrir að hafa haft áhrif á hlutabréfaverð Björgólfur Thor Björgólfsson, stærsti eigandi Landsbankans fyrir hrun, kvaðst fyrir Héraðsdómi í dag hafa rætt hvernig ætti að bregðast við óveðri en ekki hvernig ætti að hafa áhrif á veðrið. 10. október 2014 13:00