Queens of the Stone Age enn á toppi Pepsi Max listans Orri Freyr Rúnarsson skrifar 16. október 2014 16:21 Eins og alltaf á miðvikudögum var nýr Pepsi Max listi kynntur á X977 í gær og þriðju vikuna í röð er það hljómsveitin Queens of the Stone Age sem situr í efsta sætið með lagið Smooth Sailing sem er tekið af breiðskífunni Like Clockwork... en lagið Smooth Sailing er jafnframt fimmta smáskífulög plötunnar og það fjórða sem nær efsta sæti á Pepsi Max listanum. Í öðru sæti er hljómsveitin Sólstafir með lagið Ótta sem er titillag nýjustu breiðskífu þeirra, en platan hefur nánast allstaðar fengið fullt hús í dómum. Í þriðja sæti situr hljómsveitin Royal Blood með lagið Figure It Out, en þar er á ferð fyrrum topplag listans. Nokkur ný lög eru á listanum og hæst þeirra er lagið Knee Socks með Arctic Monkeys og heldur sigurför plötunnar AM því áfram en lagið Knee Socks er sjöunda lagið af plötunni sem kemst inn á Topp 5 á Pepsi Max listanum, ótrúlegur árangur hjá Arctic Monkeys. Í sjöunda sæti er svo hljómsveitin Skálmöld með lagi sitt Að hausti sem er það fyrsta sem þeir gefa út af plötunni Með vættum sem er væntanlega síðar í mánuðinum. Þá á hljómsveitin Himbrimi nýtt lag á listanum sem kallast Highways og situr það í sæti númer 17 og í 19. sæti er hljómsveitin Noise með lagið P.U.N.K sem er einnig nýtt á lista. En Pepsi Max listinn er ávallt valinn af hlustendum X977 og hægt er að taka þátt í valinu með því að skrá sig í Hlustendaráðið en það er gert hér. Einnig er hægt að skoða listann í heild sinni ásamt því að horfa á myndband við hvert lag hér. Harmageddon Mest lesið Tuttugu ára afmæli X-977 - Brain Police Harmageddon Ekki hissa á því að ríkisstjórnin reyni að leggja niður Sérstakan saksóknara Harmageddon Lögmenn á daginn og trúbadorar í kvöldin Harmageddon Segir láglaunafólk geta bætt kjör sín með því að flytja út úr borginni Harmageddon Sannleikurinn: Lögreglumaðurinn segir það tilbreytingu að vera sá ákærði Harmageddon Kostulegt samtal Frosta við Nígeríusvindlara sem lofar honum milljónum króna Harmageddon Nýsjálenskir femínistar snúa vörn í sókn Harmageddon Bill Burr vill lífstíðarfangelsi fyrir bankamenn Harmageddon Tónleikar sem munu breyta lífi þínu Harmageddon Á kafi í kynlífi Harmageddon
Eins og alltaf á miðvikudögum var nýr Pepsi Max listi kynntur á X977 í gær og þriðju vikuna í röð er það hljómsveitin Queens of the Stone Age sem situr í efsta sætið með lagið Smooth Sailing sem er tekið af breiðskífunni Like Clockwork... en lagið Smooth Sailing er jafnframt fimmta smáskífulög plötunnar og það fjórða sem nær efsta sæti á Pepsi Max listanum. Í öðru sæti er hljómsveitin Sólstafir með lagið Ótta sem er titillag nýjustu breiðskífu þeirra, en platan hefur nánast allstaðar fengið fullt hús í dómum. Í þriðja sæti situr hljómsveitin Royal Blood með lagið Figure It Out, en þar er á ferð fyrrum topplag listans. Nokkur ný lög eru á listanum og hæst þeirra er lagið Knee Socks með Arctic Monkeys og heldur sigurför plötunnar AM því áfram en lagið Knee Socks er sjöunda lagið af plötunni sem kemst inn á Topp 5 á Pepsi Max listanum, ótrúlegur árangur hjá Arctic Monkeys. Í sjöunda sæti er svo hljómsveitin Skálmöld með lagi sitt Að hausti sem er það fyrsta sem þeir gefa út af plötunni Með vættum sem er væntanlega síðar í mánuðinum. Þá á hljómsveitin Himbrimi nýtt lag á listanum sem kallast Highways og situr það í sæti númer 17 og í 19. sæti er hljómsveitin Noise með lagið P.U.N.K sem er einnig nýtt á lista. En Pepsi Max listinn er ávallt valinn af hlustendum X977 og hægt er að taka þátt í valinu með því að skrá sig í Hlustendaráðið en það er gert hér. Einnig er hægt að skoða listann í heild sinni ásamt því að horfa á myndband við hvert lag hér.
Harmageddon Mest lesið Tuttugu ára afmæli X-977 - Brain Police Harmageddon Ekki hissa á því að ríkisstjórnin reyni að leggja niður Sérstakan saksóknara Harmageddon Lögmenn á daginn og trúbadorar í kvöldin Harmageddon Segir láglaunafólk geta bætt kjör sín með því að flytja út úr borginni Harmageddon Sannleikurinn: Lögreglumaðurinn segir það tilbreytingu að vera sá ákærði Harmageddon Kostulegt samtal Frosta við Nígeríusvindlara sem lofar honum milljónum króna Harmageddon Nýsjálenskir femínistar snúa vörn í sókn Harmageddon Bill Burr vill lífstíðarfangelsi fyrir bankamenn Harmageddon Tónleikar sem munu breyta lífi þínu Harmageddon Á kafi í kynlífi Harmageddon