Lífið

Damien Rice vinnur með íslenskum leikstjórum í nýju myndbandi

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Damien Rice í nýja myndbandiu
Damien Rice í nýja myndbandiu
Söngvarinn írski, Damien Rice, birti í dag nýtt myndband við lagið I Don't Want to Change You. Myndbandið er leikstýrt af Stefáni Árna Þorgeirssyni og Sigurði Kjartanssyni, sem eru einnig þekktir sem Árni & Kinsky og segja erlendir miðlar myndbandið hafa verið tekið upp hér á Íslandi.

Í myndbandinu má til að mynda sjá hann hoppa af bryggju ofan í vatn.

Söngvarinn hefur haft mikla viðveru hér á landi undanfarin ár. Nýjasta platan hans, My Favorite Faded Fantasy, var að miklu leyti unnin hér á landi. Hún er fyrsta platan sem Rice sendir frá sér í átta ár, síðan platan 9 kom út árið 2006

Á nýju plötunni vinnur Damien Rice með hinum þekkta upptökustjóra Rick Rubin

Hér að neðan má sjá myndbandið.


Tengdar fréttir

Fyrsta platan í átta ár

Írski tónlistarmaðurinn Damien Rice sendir frá sér nýja plötu. Hann nýtur aðstoðar mikilla kanóna.

Hita upp fyrir Damien Rice

Hljómsveitin My bubba er á leiðinni í tveggja mánaða tónleikaferðalag.

Bartónar sungu með Damien Rice

Réð þá með leynd til að blanda sér meðal gesta og láta sem ekkert væri. Ekki einu sinni umboðsmaðurinn vissi af gjörningnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.