Seljan og Svanberg hnakkrífast um Andra Frey Jakob Bjarnar skrifar 15. október 2014 15:17 Helgi Seljan lætur Eið Svanberg ekki eiga tommu inni hjá sér eftir að sá síðarnefndi lét þess svo getið að Andri Freyr væri nú ekki merkilegur pappír. Helgi Seljan sjónvarpsmaður og Eiður Svanberg Guðnason, fyrrverandi sendiherra, lentu í harkalegri rimmu á netinu en ásteytingarsteinninn, bitbeinið, er útvarps- og sjónvarpsmaðurinn Andri Freyr Viðarsson. Eiði þykir lítt til Andra Freys koma en Helgi Seljan kemur æskuvini sínum til varnar – og gerir það af mikilli hörku.Aulahrollurinn sem fylgir Andra Frey Vettvangur deilu þeirra er Facebook þar sem krækt er í fréttAtla Fannars um að Egill Helgason sé að feta í fótspor Andra á Flandri, þá er hann fór til Vesturheims, í sjónvarpsþáttum sínum Vesturförum. Api í raun það sem Andri hafði áður gert. Eiður segir það engu skipta því munurinn sé sá að Egill og hans fólks geri þetta vel, kunni til verka: „Vitræn samtöl við fólk sem veit og þekkir söguna. Andraflandur var mestmegnis sjálfhverfubull. Skelfilegt ef slíkt er í vændum frá Færeyjum,“ en væntanleg er sjónvarpsþáttaröð þar sem segir af ævintýrum Andra í Færeyjum. Margrét Böðvarsdóttir tekur heilshugar undir með Eið. „Egill er fagmaður með ljúfa framkomu en Andri er sjálfhverfur og kann sig ekki. Það hellist yfir mig aulahrollur þegar ég sé hann og heyri.“Helga verður nóg boðið Þá er Helga Seljan nóg boðið. Hann kemur varlega inn og bregður fyrir sig háði: „Eiður og Margrét: Fá ef nokkur eins góð meðmæli hef ég heyrt með æskuvini mínum og félaga, en þau að ykkur finnist hann leiðinlegur, dónalegur og sjálfhverfur. Svo ég tali nú ekki um aulahroll Margrétar. Ef allir væru nú eins kurteisir og þið; vel að sér í mannasiðum.“ En, leikar eiga eftir æsast til mikilla muna því við svo búið, eftir uppgerðarkurteisi og kveðjur, slær í brýnu milli þeirra Eiðs og Helga svo um munar. Eiður þakkar Helga fyrir þessar „einstaklega smekklegu og kurteislegu athugasemdir. Er það þetta sem við eigendur Ríkisútvarpsins greiðum þér laun fyrir? Þú ert stofnuninni til ævarandi sóma fyrir einstaka kurteisi og hlýtur að hafa meistaragráðu í mannasiðum. Vér dónar sem leyfum okkur að gagnrýna lélega sjónvarpsþætti hneigjum okkur í auðmýkt.“Agnarsmátt sálartetrið En, Helgi, sem tekur það fram að hann hafi aldrei gefið sig út fyrir að vera kurteis, lætur Eið ekki eiga neitt inni hjá sér og svarar samstundis: „Hvað borga ég þér fyrir Eiður? Ekki ert þú í vinnu?“ Og bætir svo í: „Þið Margrét mannasiðakennari, gagnrýnið ekkert sjónvarpsefni, heldur einbeitið ykkur fyrst og síðast að því að upphefja agnarsmátt sálartetrið í ykkur með því að ráðast að persónu Andra.“ Og seinna segir Helgi, en alþýðleiki Andra Freys hafði komið til tals: „Alþýðlegt fyrir Eiði, er að sitja af sér nokkur ár á þingi; hvert hann flaut á bökum verkafólks. Standa þar þétt að baki fámenns hóps stóreignafólks, og stækka sjóði þess enn meir, með því að leyfa þeim að veðsetja óveiddan fisk, en fara síðan betlandi með lettersbréf fyrir forsvarsmenn óhugnanlegasta einræðisríkis vorra tíma og verða sendiherra í Alþýðulýðveldinu Kína. Andri er ekki þannig. Og verður aldrei þannig alþýðlegur.“ Mest lesið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lífið Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Lífið Stjörnum prýdd kynning enska boltans Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Einhleypan: Ást þegar manni er tekið eins og maður er Makamál Fleiri fréttir Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Sjá meira
Helgi Seljan sjónvarpsmaður og Eiður Svanberg Guðnason, fyrrverandi sendiherra, lentu í harkalegri rimmu á netinu en ásteytingarsteinninn, bitbeinið, er útvarps- og sjónvarpsmaðurinn Andri Freyr Viðarsson. Eiði þykir lítt til Andra Freys koma en Helgi Seljan kemur æskuvini sínum til varnar – og gerir það af mikilli hörku.Aulahrollurinn sem fylgir Andra Frey Vettvangur deilu þeirra er Facebook þar sem krækt er í fréttAtla Fannars um að Egill Helgason sé að feta í fótspor Andra á Flandri, þá er hann fór til Vesturheims, í sjónvarpsþáttum sínum Vesturförum. Api í raun það sem Andri hafði áður gert. Eiður segir það engu skipta því munurinn sé sá að Egill og hans fólks geri þetta vel, kunni til verka: „Vitræn samtöl við fólk sem veit og þekkir söguna. Andraflandur var mestmegnis sjálfhverfubull. Skelfilegt ef slíkt er í vændum frá Færeyjum,“ en væntanleg er sjónvarpsþáttaröð þar sem segir af ævintýrum Andra í Færeyjum. Margrét Böðvarsdóttir tekur heilshugar undir með Eið. „Egill er fagmaður með ljúfa framkomu en Andri er sjálfhverfur og kann sig ekki. Það hellist yfir mig aulahrollur þegar ég sé hann og heyri.“Helga verður nóg boðið Þá er Helga Seljan nóg boðið. Hann kemur varlega inn og bregður fyrir sig háði: „Eiður og Margrét: Fá ef nokkur eins góð meðmæli hef ég heyrt með æskuvini mínum og félaga, en þau að ykkur finnist hann leiðinlegur, dónalegur og sjálfhverfur. Svo ég tali nú ekki um aulahroll Margrétar. Ef allir væru nú eins kurteisir og þið; vel að sér í mannasiðum.“ En, leikar eiga eftir æsast til mikilla muna því við svo búið, eftir uppgerðarkurteisi og kveðjur, slær í brýnu milli þeirra Eiðs og Helga svo um munar. Eiður þakkar Helga fyrir þessar „einstaklega smekklegu og kurteislegu athugasemdir. Er það þetta sem við eigendur Ríkisútvarpsins greiðum þér laun fyrir? Þú ert stofnuninni til ævarandi sóma fyrir einstaka kurteisi og hlýtur að hafa meistaragráðu í mannasiðum. Vér dónar sem leyfum okkur að gagnrýna lélega sjónvarpsþætti hneigjum okkur í auðmýkt.“Agnarsmátt sálartetrið En, Helgi, sem tekur það fram að hann hafi aldrei gefið sig út fyrir að vera kurteis, lætur Eið ekki eiga neitt inni hjá sér og svarar samstundis: „Hvað borga ég þér fyrir Eiður? Ekki ert þú í vinnu?“ Og bætir svo í: „Þið Margrét mannasiðakennari, gagnrýnið ekkert sjónvarpsefni, heldur einbeitið ykkur fyrst og síðast að því að upphefja agnarsmátt sálartetrið í ykkur með því að ráðast að persónu Andra.“ Og seinna segir Helgi, en alþýðleiki Andra Freys hafði komið til tals: „Alþýðlegt fyrir Eiði, er að sitja af sér nokkur ár á þingi; hvert hann flaut á bökum verkafólks. Standa þar þétt að baki fámenns hóps stóreignafólks, og stækka sjóði þess enn meir, með því að leyfa þeim að veðsetja óveiddan fisk, en fara síðan betlandi með lettersbréf fyrir forsvarsmenn óhugnanlegasta einræðisríkis vorra tíma og verða sendiherra í Alþýðulýðveldinu Kína. Andri er ekki þannig. Og verður aldrei þannig alþýðlegur.“
Mest lesið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lífið Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Lífið Stjörnum prýdd kynning enska boltans Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Einhleypan: Ást þegar manni er tekið eins og maður er Makamál Fleiri fréttir Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Sjá meira