Lífið

Carrie Bradshaw var svo mikil hóra

Lilja Katrín Gunnarsdótti skrifar
Leik- og söngkonan Jennifer Hudson kom þeim sögusögnum á kreik fyrir stuttu að þriðja myndin af Sex and the City yrði gerð og leikkonurnar Sarah Jessica Parker og Kristin Davis ýttu undir sögurnar á Twitter.

Því greip ástralska fréttaveitan news.com.au tækifærið þegar leikarinn Chris Noth, sem túlkaði Big í Sex and the City, heimsótti Ástralíu fyrir stuttu og spurði hann út í þættina. Var hann meðal annars spurður hvort hann væri hræddur við að leika alltaf volduga menn eftir hlutverk sitt í þáttunum og bíómyndunum.

„Big var valdamikill því hann átti mikið af peningum og virtist hafa yfirhöndina í sambandinu en hann var tilfinningalega heftur. Eða reyndar, nei. Hann var sá sem hann var. Eitt af því sem ég segi við fólk er að hann reyndi aldrei að vera einhver annar en hann var. Það var Carrie sem reyndi að ímynda sér að hann væri einhver annar. Hann var alltaf hreinskilinn um sig sjálfan - hann hélt aldrei framhjá henni. Sambandið bara virkaði ekki og hann kvæntist á meðan hún eignaðist...hve marga kærasta eignaðist hún? Hún var svo mikil hóra!“ sagði Chris og hló.

„Það er misskilningur að Carrie hafi verið fórnarlamb hans og það er ekki rétt - hún var sterk, gáfuð kona,“ bætti leikarinn við.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×