Tvíkynhneigð sigga dögg kynfræðingur skrifar 14. október 2014 14:00 Tvíkynhneigðir hafa mætt miklum fordómum, einnig innan hinsegin samfélagsins Mynd/Getty Þann 23.september síðastliðinn var dagur tvíkynhneigðra. Mikils misskilnings hefur gætt í málefnum tvíkynhneigðra og segja sumir að þetta sé bara „óákveðið“ fólk sem sé „laumuhommi“ eða jafnvel stelpa sem er bara að „prófa sig áfram“. Hvað er tvíkynhneigð? Tvíkynhneigður einstaklingur getur laðast að konum og körlum. Þetta er einföldun en svona er þetta í grunninn. Á Hinsegin Dögum í ár var vakin sérstök athygli á málefnum tvíkynhneigðra í kjölfar þess að stofnað var félag tví- og pankynhneigðra. Hvað er pankynhneigð? Einstaklingar sem skilgreina sig sem pan laðast að einstaklingum, óháð kynvitund og líffræðilegu kyni. Undir þetta flokkast einstaklingar sem falla utan hina hefðbundnu flokka kynjanna. Það er því munur og meira má lesa um það hér.Fáni tvíkynhneigðra einstaklingamynd/skjáskotTil að skilja aðeins betur tvíkynhneigð þarf að skoða sögu kynfræðirannsókna, og inni í því er saga rannsókna á tvíkynhneigðum einstaklingum. Þegar kynhneigð er rannsökuð hefur oft verið einblínt á kynferðislega svörun kynfæra við sjónrænu áreiti (eins og að sýna fólki klám og mæla hvort blóð aukist til píkunnar eða typpisins). Niðurstaðan úr slíkum rannsóknum hafa gefið til kynna að konur séu tvíkynhneigðar, og það í stórum meirihluta, og síður karlar. Gallinn við þessa aðferðafræði rannsókna er að hún hefur takmarkanir því kynhneigð er töluvert flóknari en bara blóðflæði til kynfæra. Kynhneigð samanstendur af mörgum þáttum, bæði kynferðislegum og rómantískum. Það sem skiptir máli þegar kemur að kynhneigð er að hún er persónulegt mál hvers og eins, það er ekki þitt að setja aðra í kassa sem henta þér heldur kemur þetta þér ekkert sérstaklega við. Fólk laðast að fólki, það er það sem skiptir máli. Til frekari glöggvunar þá tók Ingólfur V. Gíslason saman skemmtilegan pistil um viðhorf til kynhneigðar út karlmennskunni. Heilsa Lífið Mest lesið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Lífið Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Lífið Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Lífið Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Þann 23.september síðastliðinn var dagur tvíkynhneigðra. Mikils misskilnings hefur gætt í málefnum tvíkynhneigðra og segja sumir að þetta sé bara „óákveðið“ fólk sem sé „laumuhommi“ eða jafnvel stelpa sem er bara að „prófa sig áfram“. Hvað er tvíkynhneigð? Tvíkynhneigður einstaklingur getur laðast að konum og körlum. Þetta er einföldun en svona er þetta í grunninn. Á Hinsegin Dögum í ár var vakin sérstök athygli á málefnum tvíkynhneigðra í kjölfar þess að stofnað var félag tví- og pankynhneigðra. Hvað er pankynhneigð? Einstaklingar sem skilgreina sig sem pan laðast að einstaklingum, óháð kynvitund og líffræðilegu kyni. Undir þetta flokkast einstaklingar sem falla utan hina hefðbundnu flokka kynjanna. Það er því munur og meira má lesa um það hér.Fáni tvíkynhneigðra einstaklingamynd/skjáskotTil að skilja aðeins betur tvíkynhneigð þarf að skoða sögu kynfræðirannsókna, og inni í því er saga rannsókna á tvíkynhneigðum einstaklingum. Þegar kynhneigð er rannsökuð hefur oft verið einblínt á kynferðislega svörun kynfæra við sjónrænu áreiti (eins og að sýna fólki klám og mæla hvort blóð aukist til píkunnar eða typpisins). Niðurstaðan úr slíkum rannsóknum hafa gefið til kynna að konur séu tvíkynhneigðar, og það í stórum meirihluta, og síður karlar. Gallinn við þessa aðferðafræði rannsókna er að hún hefur takmarkanir því kynhneigð er töluvert flóknari en bara blóðflæði til kynfæra. Kynhneigð samanstendur af mörgum þáttum, bæði kynferðislegum og rómantískum. Það sem skiptir máli þegar kemur að kynhneigð er að hún er persónulegt mál hvers og eins, það er ekki þitt að setja aðra í kassa sem henta þér heldur kemur þetta þér ekkert sérstaklega við. Fólk laðast að fólki, það er það sem skiptir máli. Til frekari glöggvunar þá tók Ingólfur V. Gíslason saman skemmtilegan pistil um viðhorf til kynhneigðar út karlmennskunni.
Heilsa Lífið Mest lesið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Lífið Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Lífið Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Lífið Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira