Tesla býður Model S með 691 hestöfl Finnur Thorlacius skrifar 13. október 2014 10:38 Tesla Model S er nú orðin enn meiri spyrnukerra. Þó svo að bandaríski rafbílaframleiðandinn Tesla vinni nú að nýjum bílum sínum, fjórhjóladrifnum Model X og ódýrari rafmagnsfólksbíl heldur fyrirtækið áfram að bjóða fleiri útfærslur á eina framleiðslubíl þeirra nú, Model S. Nú er hægt að fá Model S með allt að 691 hestafla drifrás sem eingöngu notast við rafmagn. Þessi útgáfa hans er aðeins 3,2 sekúndur í hundraðið og hámarkshraðinn er 250 km/klst. Fyrir þetta þarf að greiða 14.600 dollurum meira en fyrir hefðbundinn 416 hestafla Model S, eða 1.750.000 krónur. Drægni þessar öflugu gerðar Model S eykst um 15 kílómetra og er því 440 kílómetrar í stað 425. Tesla hefur einnig bætt rafhlöðurnar í hefðbundnum Model S 85D og er hún nú 475 kílómetrar, eða 35 kílómetrum meiri en í öflugustu gerð bílsins. Því þarf að fórna örlitlu í drægninni fyrir allt þetta afl. Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Erlent
Þó svo að bandaríski rafbílaframleiðandinn Tesla vinni nú að nýjum bílum sínum, fjórhjóladrifnum Model X og ódýrari rafmagnsfólksbíl heldur fyrirtækið áfram að bjóða fleiri útfærslur á eina framleiðslubíl þeirra nú, Model S. Nú er hægt að fá Model S með allt að 691 hestafla drifrás sem eingöngu notast við rafmagn. Þessi útgáfa hans er aðeins 3,2 sekúndur í hundraðið og hámarkshraðinn er 250 km/klst. Fyrir þetta þarf að greiða 14.600 dollurum meira en fyrir hefðbundinn 416 hestafla Model S, eða 1.750.000 krónur. Drægni þessar öflugu gerðar Model S eykst um 15 kílómetra og er því 440 kílómetrar í stað 425. Tesla hefur einnig bætt rafhlöðurnar í hefðbundnum Model S 85D og er hún nú 475 kílómetrar, eða 35 kílómetrum meiri en í öflugustu gerð bílsins. Því þarf að fórna örlitlu í drægninni fyrir allt þetta afl.
Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Erlent