Sport

Federer vann Shanghai Masters

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Federer með verðlaunagripinn sem hann fékk fyrir sigur á Shanghai Masters.
Federer með verðlaunagripinn sem hann fékk fyrir sigur á Shanghai Masters. Vísir/Getty
Svissneski tenniskappinn Roger Federer vann sigur á Shanghai Masters mótinu um helgina. Þetta var fyrsti sigur Federers á mótinu síðan því var komið á laggirnar fyrir fimm árum.

Federer vann Frakkann Gilles Simon í úrslitaleik, 7-6 (8-6), 7-6 (7-2).

„Það er frábært að vinna stærsta mótið í Asíu,“ sagði Federer eftir úrslitaleikinn, en hann laut í gras fyrir Skotanum Andy Murray í úrslitaleik Shanghai Masters árið 2010.

Með sigrinum komst Svisslendingurinn upp í annað sætið á heimslistanum, en Serbinn Novak Djokovic vermir efsta sæti listans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×