Handbolti

Selfoss, Hamrarnir og KR með sigra

Anton Ingi Leifsson skrifar
Selfsyssingar voru í stuði í gær.
Selfsyssingar voru í stuði í gær. Vísir/Mynd
Selfoss, Hamrarnir og KR unnu öll leiki sína í fyrstu deild karla í handbolta í gærkvöldi, en flestir leikirnir voru jafnir og spennandi.

Selfoss vann Fjölni í fyrstu deidl karla í gærkvöldi með sjö marka mun, 29-22. Staðan í hálfleik var 15-14. Andri Már Sveinsson og Guðjón Ágústsson voru markahæstir hjá Selfossi með sjö mörk, en Kristján Örn Kristjánsson skoraði átta fyrir Fjölni.

Hamrarnir unnu karaktersigur á Þrótti í gær. Þróttur var 14-12 yfir í hálfleik en Hamrarnir komu til baka og unnu 23-25. Valdimar Þengilsson skoraði átta mörk fyrir Hamrana, en markahæstur Þróttara var Viktor Jóhannsson með fimm mörk.

KR vann Míluna með þriggja marka mun í gær eftir að staðan hafi verið jöfn, 13-13 í hálfleik. Eyþór Vestmann lék á alls oddi í liði KR og skoraði tíu mörk, en Atli Kristinsson gerði enn betur og skoraði ellefu mörk fyrir gestina í Mílunni.

Selfoss - Fjölnir 29-22

Markaskorarar Selfoss: Guðjón Ágústson 7, Andri Már Sveinsson 7, Hergeir Grímsson 4, Jóhann Erlingsson 4, Daníel Arnar Róbertsson 3, Hörður Másson 1, Elvar Örn Jónsson 1, Sverrir Pálsson 1, Matthías Örn Halldórsson 1.

Markaskorarar Fjölnis: Kristján Örn Kristjánsson 8, Bergur Snorrason 4, Breki Dagsson 3, Brynjar Loftsson 3, Sveinn Þorgeirsson 2, Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson 1, Björgvin Páll Rúnarsson 1.

Þróttur - Hamrarnir 23-25

Markaskorarar Þróttar: Viktor Jóhannsson 5, Leifur Óskarsson 4, Úlfur Kjartansson 4, Sigurður Magnússon 3, Sigurbjörn Edvardsson 2, Kristmann Dagsson 2, Elías Baldursson 1.

Markaskorarar Hamranna: Valdimar Þengilsson 8, Arnþór Finnsson 5, Arnþór Þorsteinsson 4, Óðinn Stefánsson 3, Aðalsteinn Halldórsson 2, Róbert Sigurðarson 1, Kristján Sigurbjörnsson 1, Guðmundur Hermannsson 1.

KR - Mílan 30-27

Markaskorarar KR: Eyþór Vestmann 10, Hermann Ragnar Björnsson 6, Finnur Jónsson 5, Jóhann Gunnarsson 3, Arnar Jón Agnarsson 2, Sigurbjörn Markússon 2, Fannar Kristmannsson 1, Bjarni Jónasson 1.

Markaskorarar Mílunnar: Atli Kristinsson 11, Magnús Már Magnússon 5, Óskar Kúld 3, Eyvindur Hrannar Gunnarsson 2, Rúnar Hjálmarsson 2, Árni Felix Gíslason 2, Róbert Daði Heimisson 1, Eyþór Jónsson 1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×