Viðskipti innlent

Bankastjórinn reiddi sig á eftirlitsaðila

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Halldór J. Kristjánsson var bankastjóri Landsbankans í tíu ár, frá 1998-2008.
Halldór J. Kristjánsson var bankastjóri Landsbankans í tíu ár, frá 1998-2008. Vísir/Vilhelm
Halldór J. Kristjánsson, fyrrverandi bankastjóra bankans, bar vitni í morgun í markaðsminotkunarmáli Landsbankans. Hann vissi ekki mikið um einstaka þætti í starfsemi deildar eigin fjárfestinga bankans sem sá um kaup og sölu hlutabréfa í Landsbankanum, eða um einstök viðskipti bankans með eigin bréf. Sagði hann heildarmynd af eignastöðu bankans hafa verið það sem skipti máli.

Helgi Sigurðsson, verjandi Júlíusar Heiðarssonar, spurði út í hvort að sú háttsemi sem lýst er í ákæru varðandi markaðsmisnotkun hafi getað farið fram án þess að Halldór myndi vita af því.

„Nei, ég tel það ekki. Ég treysti auðvitað á Kauphöllina, FME og innra eftirlit bankans. Maður varð að geta treyst því að sérhæfðir eftirlitsaðilar myndu gera okkur viðvart ef eitthvað slíkt [innsk. blm. markaðsmisnotkun]  væri á ferðinni. Mér var kunnugt um það að menn væru sammála um það að Kauphöllin keypti aðgang að norrænu eftirlitskerfi,“ svaraði Halldór.

Saksóknari spurði svo hvort að hann hafi ekki sem bankastjóri borið ábyrgð á starfsemi bankans.

„Jú, að því marki sem þessar ákvarðanir komu inn í starfsnefndir bankans. En það að fylgjast með mörg hundruðum viðskipta á viku, það verður að vera í höndum sérfróðra aðila,“ svaraði bankstjórinn fyrrverandi þá.  


Tengdar fréttir

Björgólfsfeðgar bera vitni

Vitnaleiðslur hefjast í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli Sérstaks saksóknara gegn Sigurjóni Þ. Árnasyni, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, og þremur undirmönnum hans.

Ósáttur við að vera kallaður til sem vitni

Steinþór Gunnarsson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar Landsbankans, baðst undan því að bera vitni í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag í markaðsmisknotkunarmáli bankans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×