Ósáttur við að vera kallaður til sem vitni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. október 2014 11:36 Steinþór Gunnarsson. Vísir/Vilhelm Vitnaleiðslur í markaðsmisnotkunarmáli Landsbankans halda áfram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Sigurjón Þ. Árnason, fyrrum bankastjóri, og þrír undirmenn hans eru ákærðir af Sérstökum saksóknara fyrir að hafa handstýrt verði á hlutabréfum í bankanum í aðdraganda hrunsins. Tæknilegir örðugleikar voru í upphafi þar sem ekki náðist að hringa í fyrsta vitni dagsins, Svöfu Grönfeldt, sem er stödd í Suður-Kóreu. Dagskráin riðlaðist því strax í upphafi og var Steinþór Gunnarsson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar, kallaður inn í staðinn sem fyrsta vitni dagsins. Steinþór hlaut 9 mánaða dóm, þar af 6 skilorðsbundna, í Imon-málinu fyrr á þessu ári. Þeim dómi hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar og var Steinþór ósáttur við að vera kallaður til sem vitni. „Nú er ég í þeirri fáheyrðu stöðu að vera saklaus dæmdur í máli sem var klofið frá þessu máli. Skil ég rétt að það sé verið að rétta aftur í því máli? Mér skildist á fjölmiðlum í gær að það væri verið að spyrja um það mál. Ég get auðvitað ekki tjáð mig um mál sem er búið að áfrýja til Hæstaréttar og er enn fyrir dómstólum. Er það ekki ólöglegt?“ sagði Steinþór áður en nokkrar spurningar höfðu verið bornar fram. „Þá er þessu bara lokið,“ svaraði dómsformaður, Ragnheiður Harðardóttir, og fór Steinþór úr dómsal án þess að bera vitni. Var því dagskráin allt í einu komin á undan áætlun og var mikil gleði með það í dómsal. Svo náðist í Svöfu Grönfeldt og var hún spurð út í starf bankaráðs sem hún sat í á árunum 2007-2008. Greindi hún almennt frá störfum ráðsins auk þess sem hún var spurð út í hvort að ráðið hafi eitthvað sérstaklega rætt einstaka þætti í starfsemi eigin fjárfestinga bankans vegna kaupa á bréfum í bankanum sjálfum. Sagði hún svo ekki hafa verið; bankaráð hafi rætt stöðu bankans í heild en ekki einstaka viðskipti og farið yfir mánaðarlegt uppgjör og ársfjórðungsuppgjör bankans. Undir þetta tók Kjartan Gunnarsson sem einnig átti sæti í bankaráði á ákærutímabilinu og bar vitni í morgun. Bæði Kjartan og Svafa báru að einstaka lánveitingar hefðu ekki verið ræddar innan bankaráðs nema þá lán sem voru til tengdra aðila. Tengdar fréttir „Átti aldrei von á því að Davíð Oddsson myndi sprengja Glitni í loft upp“ Sigurjón Árnason neitaði að hafa þekkt eitthvað til viðskipta með eigin bréf Landsbankans fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 8. október 2014 15:31 „Ef ég ætti svona mikinn pening myndi ég bara klára Kauphöllina“ Skýrslutaka yfir Sigurjóni Þ. Árnasyni, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 8. október 2014 12:24 Reikna með níu daga réttarhöldum yfir Landsbankamönnum Aðalmeðferð í einu stærsta máli sem Sérstakur saksóknari hefur haft til rannsóknar í kjölfar efnahagshrunsins hefst í dag. 1. október 2014 10:37 „Fyrsta mál þessarar tegundar sem rekið er fyrir dómi“ Ákæruvaldið heldur því fram að viðskipti fjögurra fyrrverandi starfsmanna Landsbankans með eigin bréf bankans fyrir hrun hafi gefið röng og misvísandi skilaboð með það fyrir augum að halda hlutabréfaverði í Landsbankanum uppi og borið einkenni blekkinga og sýndarmennsku. Sérstakur saksóknari telur málið mikilvægt fordæmi varðandi markaðsmisnotkun. 1. október 2014 19:55 Kom ekki nálægt rannsókn á markaðsmisnotkun Landsbankans Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi starfsmaður Sérstaks saksóknara, bar í dag vitni í markaðsmisnotkunarmáli sem höfðað er gegn fjórum fyrrum stjórnendum og starfsmönnum Landsbankans. 9. október 2014 18:52 Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Sjá meira
Vitnaleiðslur í markaðsmisnotkunarmáli Landsbankans halda áfram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Sigurjón Þ. Árnason, fyrrum bankastjóri, og þrír undirmenn hans eru ákærðir af Sérstökum saksóknara fyrir að hafa handstýrt verði á hlutabréfum í bankanum í aðdraganda hrunsins. Tæknilegir örðugleikar voru í upphafi þar sem ekki náðist að hringa í fyrsta vitni dagsins, Svöfu Grönfeldt, sem er stödd í Suður-Kóreu. Dagskráin riðlaðist því strax í upphafi og var Steinþór Gunnarsson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar, kallaður inn í staðinn sem fyrsta vitni dagsins. Steinþór hlaut 9 mánaða dóm, þar af 6 skilorðsbundna, í Imon-málinu fyrr á þessu ári. Þeim dómi hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar og var Steinþór ósáttur við að vera kallaður til sem vitni. „Nú er ég í þeirri fáheyrðu stöðu að vera saklaus dæmdur í máli sem var klofið frá þessu máli. Skil ég rétt að það sé verið að rétta aftur í því máli? Mér skildist á fjölmiðlum í gær að það væri verið að spyrja um það mál. Ég get auðvitað ekki tjáð mig um mál sem er búið að áfrýja til Hæstaréttar og er enn fyrir dómstólum. Er það ekki ólöglegt?“ sagði Steinþór áður en nokkrar spurningar höfðu verið bornar fram. „Þá er þessu bara lokið,“ svaraði dómsformaður, Ragnheiður Harðardóttir, og fór Steinþór úr dómsal án þess að bera vitni. Var því dagskráin allt í einu komin á undan áætlun og var mikil gleði með það í dómsal. Svo náðist í Svöfu Grönfeldt og var hún spurð út í starf bankaráðs sem hún sat í á árunum 2007-2008. Greindi hún almennt frá störfum ráðsins auk þess sem hún var spurð út í hvort að ráðið hafi eitthvað sérstaklega rætt einstaka þætti í starfsemi eigin fjárfestinga bankans vegna kaupa á bréfum í bankanum sjálfum. Sagði hún svo ekki hafa verið; bankaráð hafi rætt stöðu bankans í heild en ekki einstaka viðskipti og farið yfir mánaðarlegt uppgjör og ársfjórðungsuppgjör bankans. Undir þetta tók Kjartan Gunnarsson sem einnig átti sæti í bankaráði á ákærutímabilinu og bar vitni í morgun. Bæði Kjartan og Svafa báru að einstaka lánveitingar hefðu ekki verið ræddar innan bankaráðs nema þá lán sem voru til tengdra aðila.
Tengdar fréttir „Átti aldrei von á því að Davíð Oddsson myndi sprengja Glitni í loft upp“ Sigurjón Árnason neitaði að hafa þekkt eitthvað til viðskipta með eigin bréf Landsbankans fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 8. október 2014 15:31 „Ef ég ætti svona mikinn pening myndi ég bara klára Kauphöllina“ Skýrslutaka yfir Sigurjóni Þ. Árnasyni, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 8. október 2014 12:24 Reikna með níu daga réttarhöldum yfir Landsbankamönnum Aðalmeðferð í einu stærsta máli sem Sérstakur saksóknari hefur haft til rannsóknar í kjölfar efnahagshrunsins hefst í dag. 1. október 2014 10:37 „Fyrsta mál þessarar tegundar sem rekið er fyrir dómi“ Ákæruvaldið heldur því fram að viðskipti fjögurra fyrrverandi starfsmanna Landsbankans með eigin bréf bankans fyrir hrun hafi gefið röng og misvísandi skilaboð með það fyrir augum að halda hlutabréfaverði í Landsbankanum uppi og borið einkenni blekkinga og sýndarmennsku. Sérstakur saksóknari telur málið mikilvægt fordæmi varðandi markaðsmisnotkun. 1. október 2014 19:55 Kom ekki nálægt rannsókn á markaðsmisnotkun Landsbankans Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi starfsmaður Sérstaks saksóknara, bar í dag vitni í markaðsmisnotkunarmáli sem höfðað er gegn fjórum fyrrum stjórnendum og starfsmönnum Landsbankans. 9. október 2014 18:52 Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Sjá meira
„Átti aldrei von á því að Davíð Oddsson myndi sprengja Glitni í loft upp“ Sigurjón Árnason neitaði að hafa þekkt eitthvað til viðskipta með eigin bréf Landsbankans fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 8. október 2014 15:31
„Ef ég ætti svona mikinn pening myndi ég bara klára Kauphöllina“ Skýrslutaka yfir Sigurjóni Þ. Árnasyni, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 8. október 2014 12:24
Reikna með níu daga réttarhöldum yfir Landsbankamönnum Aðalmeðferð í einu stærsta máli sem Sérstakur saksóknari hefur haft til rannsóknar í kjölfar efnahagshrunsins hefst í dag. 1. október 2014 10:37
„Fyrsta mál þessarar tegundar sem rekið er fyrir dómi“ Ákæruvaldið heldur því fram að viðskipti fjögurra fyrrverandi starfsmanna Landsbankans með eigin bréf bankans fyrir hrun hafi gefið röng og misvísandi skilaboð með það fyrir augum að halda hlutabréfaverði í Landsbankanum uppi og borið einkenni blekkinga og sýndarmennsku. Sérstakur saksóknari telur málið mikilvægt fordæmi varðandi markaðsmisnotkun. 1. október 2014 19:55
Kom ekki nálægt rannsókn á markaðsmisnotkun Landsbankans Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi starfsmaður Sérstaks saksóknara, bar í dag vitni í markaðsmisnotkunarmáli sem höfðað er gegn fjórum fyrrum stjórnendum og starfsmönnum Landsbankans. 9. október 2014 18:52