Volvo vex hraðast lúxusbílaframleiðenda Finnur Thorlacius skrifar 10. október 2014 09:41 Volvo V40. Sala Volvo bíla í Evrópu jókst um 12,9% á fyrstu 8 mánuðum ársins og það setur Volvo í efsta sætið meðal 5 stærstu lúxusbílaframleiðenda álfunnar. Sala Volvo bíla í Kína jókst um 36,9% á sama tímabili en minnkaði um 10,9% í Bandaríkjunum. Taka skal fram að Volvo á langt í land hvað sölumagn bíla varðar í samanburði við BMW, Audi og Mercedes Benz. Best gekk að selja Volvo bíla í Þýskalandi, Bretlandi og á heimavígstöðvunum í Svíþjóð, en einnig varð ágæt aukning í sölu á Ítalíu, Frakklandi, Spáni, Finnlandi og Póllandi. Kaupendur bíla hafa tekið endusköpuðum bílgerðum Volvo S60, V60, XC60, V70, XC70 og S80 vel og hefur Volvo tekist að endurnýja þær allar á fremur skömmum tíma. Volvo á enn inni söluna á XC90 jeppann sem nýverið var kynntur og er búist við því að hann muni bæta hressilega við söluna hjá Volvo. Ekki er þó enn farið að afhenda nýjan XC90 til kaupenda en pantanir á bílnum gefur Volvo ástæðu til bjartsýni. Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent
Sala Volvo bíla í Evrópu jókst um 12,9% á fyrstu 8 mánuðum ársins og það setur Volvo í efsta sætið meðal 5 stærstu lúxusbílaframleiðenda álfunnar. Sala Volvo bíla í Kína jókst um 36,9% á sama tímabili en minnkaði um 10,9% í Bandaríkjunum. Taka skal fram að Volvo á langt í land hvað sölumagn bíla varðar í samanburði við BMW, Audi og Mercedes Benz. Best gekk að selja Volvo bíla í Þýskalandi, Bretlandi og á heimavígstöðvunum í Svíþjóð, en einnig varð ágæt aukning í sölu á Ítalíu, Frakklandi, Spáni, Finnlandi og Póllandi. Kaupendur bíla hafa tekið endusköpuðum bílgerðum Volvo S60, V60, XC60, V70, XC70 og S80 vel og hefur Volvo tekist að endurnýja þær allar á fremur skömmum tíma. Volvo á enn inni söluna á XC90 jeppann sem nýverið var kynntur og er búist við því að hann muni bæta hressilega við söluna hjá Volvo. Ekki er þó enn farið að afhenda nýjan XC90 til kaupenda en pantanir á bílnum gefur Volvo ástæðu til bjartsýni.
Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent