Bjarni: Legg allt sem ég á undir Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. október 2014 18:17 Bjarni Guðjónsson, nýr þjálfari KR. Vísir/Vilhelm Bjarni Eggerts Guðjónsson var í dag ráðinn nýr aðalþjálfari KR en hann skrifaði undir þriggja ára samning við félagið. Guðmundur Benediktsson verður aðstoðarþjálfari hans og Óskar Hrafn Þorvaldsson, nýr þjálfari 2. flokks KR, verður einnig hluti af þjálfarateyminu. Bjarni gekk í raðir KR sem leikmaður um mitt tímabil 2008 og lék með liðinu þar til hann lagði skóna á hilluna haustið 2013. Hans síðasta verk með KR var að lyfta Íslandsmeistarabikarnum sem fyrirliði liðsins. Hann yfirgaf KR og gerðist þjálfari Fram sem kunnugt er. Undir hans stjórn féll liðið úr Pepsi-deild karla og hann hætti að tímabilinu loknu. Bjarni, sem er aðeins 35 ára gamall, óttaðist þó ekki að hann væri að taka að sér of stórt verkefni svo snemma á þjálfaraferlinum. „Alls ekki. Annars stæði ég ekki hér,“ sagði Bjarni eftir að hann var kynntur til sögunnar á blaðamannafundi í kvöld. „Ég vona bara að þetta er upphafið á farsælu samstarfi okkar hér í vesturbænum.“ „Ég er stoltur af því að hafa fengið þetta tækifæri og ég geri mér fulla grein fyrir stærð verkefnisins. Ég kem til með að leggja allt sem ég á undir og fara af fullum krafti í þetta. Ég er líka með góða menn með mér - Gumma og Óskar Hrafn. Þar að auki er gott fólk í baklandinu í KR og hér leggjast allir á eitt í því að hér verði gott lið sem getur náð árangri.“ Hann segist ekki hafa staldrað við þegar hann fékk tilboð um að gerast þjálfari KR. „Þegar það kom í ljós að Rúnar ætlaði að hætta þá fannst mér bara einn maður koma til greina í starfið,“ sagði hann og játti því að þar ætti hann við sig sjálfan. Það gekk á ýmsu hjá Fram í sumar en liðið varð að sætta sig að lokum við fall. „Hjá Fram fékk ég fyrst og fremst reynslu af því að eiga við leikmannahóp og þjálfa lið. Það er reynsla sem maður þarf á að halda,“ segir hann og bætir við: „Annars tel ég að það sé ekki sanngjarnt að líkja því saman að þjálfa Fram annars vegar og KR hins vegar. En tíminn mun einn leiða í ljós hvað verður en ég trúi því að þetta muni ganga vel.“ Sem fyrr segir er ekki langt síðan að Bjarni spilaði sjálfur með mörgum þeirra leikmanna sem hann mun nú þjálfa. Hann óttast ekki að það muni valda einhverjum árekstrum. „Alls ekki. Nánast allir leikmenn KR eru mjög góðir leikmenn, hæfileikaríkir og með skýr markmið. Þeir eru í KR til að ná árangri og gera sér grein fyrir hvað þarf til þess. Titlarnir sem liðið hefur unnið síðustu fjögur árin sanna það.“ Hann á von á því að einhverjar breytingar verði á leikmannahópi KR. „Guðmundur Reynir [Gunnarsson] er hættur og Kjartan Henry [Finnbogason] fór út. Það er svo ekki útséð með það hvort að fleiri leikmenn fái tækifæri úti en ljóst er að einhverjar breytingar verða og við munum taka á því þegar við vitum meira.“ Bjarni segir að sér líði vel í vesturbænum - eins og að hann sé kominn heim. „Hér hefur mér alltaf liðið mjög vel og það er frábært að koma aftur. Ég er stoltur og ánægður.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Bjarni Guðjónsson ráðinn þjálfari KR Guðmundur Benediktsson aðstoðarþjálfari. Tvær hetjur snúa heim í Vesturbæinn. 28. október 2014 17:15 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Sjá meira
Bjarni Eggerts Guðjónsson var í dag ráðinn nýr aðalþjálfari KR en hann skrifaði undir þriggja ára samning við félagið. Guðmundur Benediktsson verður aðstoðarþjálfari hans og Óskar Hrafn Þorvaldsson, nýr þjálfari 2. flokks KR, verður einnig hluti af þjálfarateyminu. Bjarni gekk í raðir KR sem leikmaður um mitt tímabil 2008 og lék með liðinu þar til hann lagði skóna á hilluna haustið 2013. Hans síðasta verk með KR var að lyfta Íslandsmeistarabikarnum sem fyrirliði liðsins. Hann yfirgaf KR og gerðist þjálfari Fram sem kunnugt er. Undir hans stjórn féll liðið úr Pepsi-deild karla og hann hætti að tímabilinu loknu. Bjarni, sem er aðeins 35 ára gamall, óttaðist þó ekki að hann væri að taka að sér of stórt verkefni svo snemma á þjálfaraferlinum. „Alls ekki. Annars stæði ég ekki hér,“ sagði Bjarni eftir að hann var kynntur til sögunnar á blaðamannafundi í kvöld. „Ég vona bara að þetta er upphafið á farsælu samstarfi okkar hér í vesturbænum.“ „Ég er stoltur af því að hafa fengið þetta tækifæri og ég geri mér fulla grein fyrir stærð verkefnisins. Ég kem til með að leggja allt sem ég á undir og fara af fullum krafti í þetta. Ég er líka með góða menn með mér - Gumma og Óskar Hrafn. Þar að auki er gott fólk í baklandinu í KR og hér leggjast allir á eitt í því að hér verði gott lið sem getur náð árangri.“ Hann segist ekki hafa staldrað við þegar hann fékk tilboð um að gerast þjálfari KR. „Þegar það kom í ljós að Rúnar ætlaði að hætta þá fannst mér bara einn maður koma til greina í starfið,“ sagði hann og játti því að þar ætti hann við sig sjálfan. Það gekk á ýmsu hjá Fram í sumar en liðið varð að sætta sig að lokum við fall. „Hjá Fram fékk ég fyrst og fremst reynslu af því að eiga við leikmannahóp og þjálfa lið. Það er reynsla sem maður þarf á að halda,“ segir hann og bætir við: „Annars tel ég að það sé ekki sanngjarnt að líkja því saman að þjálfa Fram annars vegar og KR hins vegar. En tíminn mun einn leiða í ljós hvað verður en ég trúi því að þetta muni ganga vel.“ Sem fyrr segir er ekki langt síðan að Bjarni spilaði sjálfur með mörgum þeirra leikmanna sem hann mun nú þjálfa. Hann óttast ekki að það muni valda einhverjum árekstrum. „Alls ekki. Nánast allir leikmenn KR eru mjög góðir leikmenn, hæfileikaríkir og með skýr markmið. Þeir eru í KR til að ná árangri og gera sér grein fyrir hvað þarf til þess. Titlarnir sem liðið hefur unnið síðustu fjögur árin sanna það.“ Hann á von á því að einhverjar breytingar verði á leikmannahópi KR. „Guðmundur Reynir [Gunnarsson] er hættur og Kjartan Henry [Finnbogason] fór út. Það er svo ekki útséð með það hvort að fleiri leikmenn fái tækifæri úti en ljóst er að einhverjar breytingar verða og við munum taka á því þegar við vitum meira.“ Bjarni segir að sér líði vel í vesturbænum - eins og að hann sé kominn heim. „Hér hefur mér alltaf liðið mjög vel og það er frábært að koma aftur. Ég er stoltur og ánægður.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Bjarni Guðjónsson ráðinn þjálfari KR Guðmundur Benediktsson aðstoðarþjálfari. Tvær hetjur snúa heim í Vesturbæinn. 28. október 2014 17:15 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Sjá meira
Bjarni Guðjónsson ráðinn þjálfari KR Guðmundur Benediktsson aðstoðarþjálfari. Tvær hetjur snúa heim í Vesturbæinn. 28. október 2014 17:15