Lífið

Klæddist lífstykki í sjö ár til að minnka mittismálið

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Fyrirsætan og hönnuðurinn Kelly Lee Dekay þráði að minnka mittismál sitt svo hún ákvað að klæðast lífstykki í sjö ár. Sú aðferð kallast á ensku „tight-lacing“ sem felst í því að breyta líkamsvexti sínum með því að klæðast stanslaust lífstykki sem er mjög þröngt. Nú er mittismál hennar rétt rúmlega fjörutíu sentímetrar.

Í viðtali við Daily Mail segir hún að teiknimyndafígúran Jessica Rabbit hafi verið sér mikill innblástur.

„Þegar ég ólst upp elskaði ég þegar stílar voru ýktir og fallega búninga sem teiknimyndasöguhetjur klæddust sem stuðlaði að fagurfræðinni á bak við „tight-lacing“. Mig langaði að verða ofurhetjuillmenni,“ segir hún.

Í viðtali við Cosmopolitan segir hún að þessi aðferð snúist um kynlíf og list.

„Ég er með blæti fyrir lífstykki.“

Kelly leggur einnig áherslu á að hún geri þetta fyrir sjálfa sig og hafi engan áhuga á að karlmenn horfi á hana á kynferðislegan hátt. Hún ráðfærði sig ekki við lækni áður en hún byrjaði í „tight-lacing“ en samkvæmt nýjustu læknisskoðun er hún við hestaheilsu.

Kelly hefur fundið fyrir neikvæðri athygli á Facebook og Instagram en henni er sama.

„Ég byrjaði í „tight-lacing“ fyrir mig. Ég nýt þess. Ég ber persónuleika minn utan á mér. En er þetta fyrir alla? Nei, alls ekki. En þetta er minn líkami og mín ákvörðun.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×