Breytingaskeið Báru sigga dögg skrifar 28. október 2014 11:30 Breytingarskeiðið getur markað upphaf nýrra og skemmtilegri tíma. Mynd/Getty Umræða um breytingaskeið kvenna hefur ekki farið hátt nema þá gjarnan til að lýsa einkennum breytinganna svo sem hitakófi og skapsveiflum tengdu hormónaflökti. Það gleymist stundum að fólk eftir fimmtugt stundar líka kynlíf og því þurfa tíðarhvörf ekki að tákna dauða kynverunnar. Eitt af því sem getur breyst á þessum tíma er kynlífið og upplifun af því. Konur greina bæði frá auknum unaði, frelsi frá barneignum og sjálfsöryggi með eigin líkama. Sumar konur upplifa minni kynlöngun og/eða minni smurningu legganganna. Kynlöngun Það getur verið gott að skoða minni kynlöngun í stærra samhengi því hún er einnig tengd líkamsímynd, almennu sálarástandi, sambandi eða skorti á bólfélaga, auk lyfja. Það getur verið gott að skoða hvað kemur þér til og leyfa þér að svífa á vit fantasíunnar og athuga hvernig líkaminn svarar. Kynlöngun getur verið flókið fyrirbæri sem þarf að tækla frá mörgum hliðum og því gæti það verið þess virði að skoða þessi mál nánar með sérfræðingi ef þú upplifir þetta sem vandamál.Kynlíf krefst sjálfsskoðunnar og ef þú glímir við vandkvæði þá er hægt að fá aðstoðMynd/GettySmurning Okkur var kennt að kynferðisleg löngun og smurning færi saman, ef þú ert gröð þá verði píkan blaut en málið er ögn flóknara en svo, sérstaklega á breytingaskeiðinu. Þú getur verið kynferðislega æst en píkan ekki nægjanlega blaut. Þetta getur verið vegna skorts á hormóninu estrógeni sem einmitt minnkar í tíðahvörfum. Það getur verið sársaukafullt að stunda kynlíf ef píkan er ekki blaut, hvort sem það er örvun eða samfarir. Það eru aðferðir til að aðstoða við þennan þurrk á margvíslegan hátt. Það er bæði hægt að nota sleipiefni, en einnig stíla sem eru settir inn í leggöngin og/eða rakakrem fyrir leggöngin til að smyrja þau. Þá getur þú verið vör við að teygjanleiki legganganna sé minni en til að viðhalda þessum teygjanleika þá getur regluleg örvun hjálpað, auk smurningar ef þú glímir við vandræði þar.Það er sérstaklega skemmtilegt að grátt hár skuli vera í tískuMynd/GettyÞá þarf kynlíf ekki að þýða samfarir svo ef þú treystir þér ekki í þær þá þarf það ekki að þýða ófullnægjandi kynlíf. Sleipiefni getur verið skemmtilegur hluti af keleríi fyrir báða aðila og mundu að flestar konur þurfa örvun á snípnum til að fá fullnægingu svo ekki vanrækja hann. Ef þú vilt kynnast konum sem spjalla opinskátt um breytingaskeiðið þá eru þær með hóp á facebook. Einnig má hlusta á áhugavert og skemmtilegt spjall við bæði sérfræðinga og þá sem eru að upplifa þessar breytingar. Heilsa Lífið Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
Umræða um breytingaskeið kvenna hefur ekki farið hátt nema þá gjarnan til að lýsa einkennum breytinganna svo sem hitakófi og skapsveiflum tengdu hormónaflökti. Það gleymist stundum að fólk eftir fimmtugt stundar líka kynlíf og því þurfa tíðarhvörf ekki að tákna dauða kynverunnar. Eitt af því sem getur breyst á þessum tíma er kynlífið og upplifun af því. Konur greina bæði frá auknum unaði, frelsi frá barneignum og sjálfsöryggi með eigin líkama. Sumar konur upplifa minni kynlöngun og/eða minni smurningu legganganna. Kynlöngun Það getur verið gott að skoða minni kynlöngun í stærra samhengi því hún er einnig tengd líkamsímynd, almennu sálarástandi, sambandi eða skorti á bólfélaga, auk lyfja. Það getur verið gott að skoða hvað kemur þér til og leyfa þér að svífa á vit fantasíunnar og athuga hvernig líkaminn svarar. Kynlöngun getur verið flókið fyrirbæri sem þarf að tækla frá mörgum hliðum og því gæti það verið þess virði að skoða þessi mál nánar með sérfræðingi ef þú upplifir þetta sem vandamál.Kynlíf krefst sjálfsskoðunnar og ef þú glímir við vandkvæði þá er hægt að fá aðstoðMynd/GettySmurning Okkur var kennt að kynferðisleg löngun og smurning færi saman, ef þú ert gröð þá verði píkan blaut en málið er ögn flóknara en svo, sérstaklega á breytingaskeiðinu. Þú getur verið kynferðislega æst en píkan ekki nægjanlega blaut. Þetta getur verið vegna skorts á hormóninu estrógeni sem einmitt minnkar í tíðahvörfum. Það getur verið sársaukafullt að stunda kynlíf ef píkan er ekki blaut, hvort sem það er örvun eða samfarir. Það eru aðferðir til að aðstoða við þennan þurrk á margvíslegan hátt. Það er bæði hægt að nota sleipiefni, en einnig stíla sem eru settir inn í leggöngin og/eða rakakrem fyrir leggöngin til að smyrja þau. Þá getur þú verið vör við að teygjanleiki legganganna sé minni en til að viðhalda þessum teygjanleika þá getur regluleg örvun hjálpað, auk smurningar ef þú glímir við vandræði þar.Það er sérstaklega skemmtilegt að grátt hár skuli vera í tískuMynd/GettyÞá þarf kynlíf ekki að þýða samfarir svo ef þú treystir þér ekki í þær þá þarf það ekki að þýða ófullnægjandi kynlíf. Sleipiefni getur verið skemmtilegur hluti af keleríi fyrir báða aðila og mundu að flestar konur þurfa örvun á snípnum til að fá fullnægingu svo ekki vanrækja hann. Ef þú vilt kynnast konum sem spjalla opinskátt um breytingaskeiðið þá eru þær með hóp á facebook. Einnig má hlusta á áhugavert og skemmtilegt spjall við bæði sérfræðinga og þá sem eru að upplifa þessar breytingar.
Heilsa Lífið Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira