Lífið

Einn ríkasti maður heims kominn á Tinder

Ólöf Skaftadóttir skrifar
Milljarðamæringurinn Richard Branson er kominn á Tinder ef marka má Instagram-reikning glaumgosans og fjárfestisins þekkta. Branson er sennilega hvað best þekktur fyrir að hafa stofnað Virgin Group, en undir Virgin Group eru um 400 fyrirtæki starfrækt, meðal annars Virgin Airlines.

Tinder er stefnumótaapp sem er ekki flókið í notkun en það gefur fólki færi á því að kynnast innbyrðis, svo framarlega sem báðir aðilar sýni áhuga með því að smella á svokallaðan like-hnapp.

Tinder er bundið staðsetningu og því koma aðeins upp einstaklingar innan ákveðins kílómetrafjölda en hægt er að fjölga eða fækka kílómetrunum í stillingunum. Einstaklingana velur maður svo með því að smella annaðhvort á „like“ eða „skip“. 

Þannig er sennilega erfitt að ná á Branson á Tinder, þar sem hann ferðast mikið, enda því ekki mikið til fyrirstöðu þegar maður er eigandi flugfélags.

En tveir einstaklingar smella á like-hnappinn hvor hjá öðrum kemur upp melding um að aðilarnir eigi saman og þá opnast spjallgluggi sem gefur fólki færi á því að hefja samræður sín á milli.

Tinder hefur vaxið gríðarlega í notkun hér á landi undanfarin misseri. Það skildi þó aldrei vera að Branson væri á leið til Íslands?

First time using Tinder with @virginmobilemx...

A photo posted by Richard Branson (@richardbranson) on






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.