Sögusagnir fóru á kreik um helgina að leikarinn Judd Nelson, sem er hvað þekktastur fyrir að leika í kvikmyndinni Breakfast Club, væri látinn. Það er hins vegar ekki rétt og umboðsmaður hans Gregg Klein leiðrétti misskilninginn í Los Angeles Times.
Gregg sendi blaðinu mynd af Judd haldandi á dagblaði síðan á sunnudag til að sanna að hann væri í raun lifandi.
„Fréttir um andlát Judds Nelson eru ekki réttar, vinsamlegast sjáið meðfylgjandi mynd,“ skrifaði Gregg í tölvupósti til blaðsins.
Lítið hefur sést til Judds síðustu ár en hann hefur meðal annars leikið í hryllingsmyndinni Private Number og myndinni The Bandit Hound. Þá var hann gestaleikari í sjónvarpsþáttunum Nikita and the Neighbours.
