Lífið

„Þetta var bara til að fólk þekkti okkur örugglega í sundur“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
„Þetta var bara til að fólk þekkti okkur örugglega í sundur. Við erum orðnir svo líkir,“ segir grínistinn Dóri DNA. Hann situr fyrir á nærbuxunum einum fata með félaga sínum í gríninu, Birni Braga. Sá síðarnefndi er hins vegar í jakkafötum.

Kynningarmyndin er til að auglýsa nýtt uppátæki grínhópsins Mið-Íslands, sem Dóri og Björn eru í, en frá og með deginum í dag taka þeir við Snapchat-reikningi símafyrirtækisins Nova og senda svokölluð „snaptjött“ til þeirra sem fylgja fyrirtækinu á miðlinum.

„Þetta er pæling sem við höfum verið að tala um geðveikt lengi því við erum ekki að nýta samfélagsmiðla nógu vel, sérstakega ekki Snapchat. Við ætlum að vera með litla sketsja og grín og gaman á reikningi Nova og nýta þetta rétt,“ segir Dóri. Hann verður með einn aðgang og Björn Bragi með annan og næstu fimm dagana ætla þeir að gleðja fylgjendur Nova á Snapchat.

„Við ætlum að grínast skuggalega mikið. Við erum meira að segja búnir að leigja okkur búninga. Við erum alltaf að grallarast eitthvað og erum hvort sem er að senda hvor öðrum svona skilaboð og grín allan daginn. Það verður gaman að breyta út af vananum.“

Þeir sem fylgja Nova á Snapchat, undir nafninu novaisland, eru þeir einu sem fá að njóta grínsins.

„Þetta er bara á Snapchat. Snapchat er ókeypis forrit ef þú ert með snjallsíma. Og ef þú ert ekki með snjallsíma þá ertu að missa af svo miklu. Þeir gera lífið fimmtán prósent skemmtilegra.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×