Guðjón Valur talar hreint út: Var með óbragð í munninum allt sumarfríið Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. október 2014 14:15 Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í handbolta hefja leik í undankeppni EM 2016 á miðvikudagskvöldið þegar þeir mæta Ísrael í Laugardalshöllinni. Okkar menn fá frí sem þeir hafa engan áhuga á í janúar í næsta ári þegar HM í Katar verður spilað, en íslenska liðinu mistókst að komast þangað eins og frægt er orðið. Ísland tapaði í umspilsleikjum fyrir Bosníu og Hersegóvínu í júní, en fyrir leikina var íslenska liðið talið mun sigurstranglegra. Okkar menn spiluðu hreinlega ekki vel og þurftu að bíta í það súra epli að komast ekki á HM.Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður Stöðvar 2, hitti landsliðsfyrirliðann Guðjón Val Sigurðsson fyrir utan hegningarhúsið á Skólavörðustígnum í dag og spurði hvað eiginlega gerðist í sumar og hvert menn stefna nú. „Ég veit að þetta hefur orðið vakning fyrir okkur eins og sést á því hvernig flestir okkar eru að spila. Það gengur vel hjá flestum okkar og ég vona að það komi ákveðinn trukkur í gegnum sambandið núna og við náum að lyfta þessu aftur upp á þann stall sem okkur finnst handboltinn eigi að vera á. Þar sem hann var fyrir tveimur árum síðan,“ segir Guðjón Valur. „Það er margt sem spilaði þarna inn í. Það byrjaði þannig að það var ýmislegt með leikinn úti og framkvæmd hans sem fór mjög í skapið á mér. Svo með leikinn hérna heima, þá hefðum við kannski þurft að tapa stærra úti til að vera klárari í seinni leikinn.“ Guðjón Valur er mjög hreinskilinn þegar hann ræðir um hvað var að í hópnum og hvernig strákarnir komu stemmdir til leiks. „Það var ákveðið vanmat í okkur og ákveðið kæruleysi. Ég fann fyrir mikilli andlegri þreytu í hópnum. Við vorum þungir og ólíkir því sem við höfum oft verið.“ „Eftir að hafa talað við marga af strákunum upp á síðkastið þá finnst mér menn koma hungraðir inn í þetta aftur núna. Það var kannski eitthvað sem vantaði. Þetta var svona stærsti hlutinn, því miður, en þetta er eitthvað sem flest lið ganga í gegnum,“ segir hann. „Við gengum í gegnum þetta 2008 þegar við töpuðum fyrir Makedóníu og komumst ekki á HM 2009. Þetta var óþarfi en kannski þarfur vegur fyrir okkur að ganga.“ Guðjón býst ekki við auðveldum leikjum gegn Ísrael og Svartfjallalandi. „Það er orðið þannig í handboltanum að maður labbar yfir voðalega fáar þjóðir núorðið. Tyrkir eru allt í einu byrjaðir að geta spilað handbolta og Ísraelsmenn eru betri en þeir. Svartfellingar eru með ungt og efnilegt lið þannig við þurfum að sjá hvaða lið þeir mæta með.“ „Við búum okkur undir mikilvæga leiki, en í augnablikinu þurfum við ekki að horfa á andstæðinginn heldur holninguna á okkur. Við þurfum að trekkja okkur upp í alvöru viðureignir og alvöru leiki. Eftir að hafa talað við strákana finnst mér við vera klárir,“ segir Guðjón Valur sem hugsaði lengi um tapið gegn Bosníu. „Ég var með óbragð í munninum allt sumarfríið eftir að tapa þessum leikjum,“ segir fyrirliðinn. „Við ætlum að vinna þennan riðil. Það er okkar markmið. Þetta er svona. Það eru gerðar kröfur til okkar sem er gott. Fólk má ekki gleyma því að við gerum kröfur til okkar sjálfra.“ Allt viðtalið, þar sem Guðjón Valur ræðir einnig um lífið í Barcelona, má sjá í spilaranum hér að ofan. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Ísrael tapaði síðasta æfingaleiknum fyrir Íslandsför Fyrstu mótherjar Íslands í undankeppni EM 2016 töpuðu gegn Finnlandi. 27. október 2014 13:15 Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Í beinni: Liverpool - Real Madrid | Lendir Real í enn meiri vandræðum? Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Sjá meira
Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í handbolta hefja leik í undankeppni EM 2016 á miðvikudagskvöldið þegar þeir mæta Ísrael í Laugardalshöllinni. Okkar menn fá frí sem þeir hafa engan áhuga á í janúar í næsta ári þegar HM í Katar verður spilað, en íslenska liðinu mistókst að komast þangað eins og frægt er orðið. Ísland tapaði í umspilsleikjum fyrir Bosníu og Hersegóvínu í júní, en fyrir leikina var íslenska liðið talið mun sigurstranglegra. Okkar menn spiluðu hreinlega ekki vel og þurftu að bíta í það súra epli að komast ekki á HM.Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður Stöðvar 2, hitti landsliðsfyrirliðann Guðjón Val Sigurðsson fyrir utan hegningarhúsið á Skólavörðustígnum í dag og spurði hvað eiginlega gerðist í sumar og hvert menn stefna nú. „Ég veit að þetta hefur orðið vakning fyrir okkur eins og sést á því hvernig flestir okkar eru að spila. Það gengur vel hjá flestum okkar og ég vona að það komi ákveðinn trukkur í gegnum sambandið núna og við náum að lyfta þessu aftur upp á þann stall sem okkur finnst handboltinn eigi að vera á. Þar sem hann var fyrir tveimur árum síðan,“ segir Guðjón Valur. „Það er margt sem spilaði þarna inn í. Það byrjaði þannig að það var ýmislegt með leikinn úti og framkvæmd hans sem fór mjög í skapið á mér. Svo með leikinn hérna heima, þá hefðum við kannski þurft að tapa stærra úti til að vera klárari í seinni leikinn.“ Guðjón Valur er mjög hreinskilinn þegar hann ræðir um hvað var að í hópnum og hvernig strákarnir komu stemmdir til leiks. „Það var ákveðið vanmat í okkur og ákveðið kæruleysi. Ég fann fyrir mikilli andlegri þreytu í hópnum. Við vorum þungir og ólíkir því sem við höfum oft verið.“ „Eftir að hafa talað við marga af strákunum upp á síðkastið þá finnst mér menn koma hungraðir inn í þetta aftur núna. Það var kannski eitthvað sem vantaði. Þetta var svona stærsti hlutinn, því miður, en þetta er eitthvað sem flest lið ganga í gegnum,“ segir hann. „Við gengum í gegnum þetta 2008 þegar við töpuðum fyrir Makedóníu og komumst ekki á HM 2009. Þetta var óþarfi en kannski þarfur vegur fyrir okkur að ganga.“ Guðjón býst ekki við auðveldum leikjum gegn Ísrael og Svartfjallalandi. „Það er orðið þannig í handboltanum að maður labbar yfir voðalega fáar þjóðir núorðið. Tyrkir eru allt í einu byrjaðir að geta spilað handbolta og Ísraelsmenn eru betri en þeir. Svartfellingar eru með ungt og efnilegt lið þannig við þurfum að sjá hvaða lið þeir mæta með.“ „Við búum okkur undir mikilvæga leiki, en í augnablikinu þurfum við ekki að horfa á andstæðinginn heldur holninguna á okkur. Við þurfum að trekkja okkur upp í alvöru viðureignir og alvöru leiki. Eftir að hafa talað við strákana finnst mér við vera klárir,“ segir Guðjón Valur sem hugsaði lengi um tapið gegn Bosníu. „Ég var með óbragð í munninum allt sumarfríið eftir að tapa þessum leikjum,“ segir fyrirliðinn. „Við ætlum að vinna þennan riðil. Það er okkar markmið. Þetta er svona. Það eru gerðar kröfur til okkar sem er gott. Fólk má ekki gleyma því að við gerum kröfur til okkar sjálfra.“ Allt viðtalið, þar sem Guðjón Valur ræðir einnig um lífið í Barcelona, má sjá í spilaranum hér að ofan.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Ísrael tapaði síðasta æfingaleiknum fyrir Íslandsför Fyrstu mótherjar Íslands í undankeppni EM 2016 töpuðu gegn Finnlandi. 27. október 2014 13:15 Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Í beinni: Liverpool - Real Madrid | Lendir Real í enn meiri vandræðum? Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Sjá meira
Ísrael tapaði síðasta æfingaleiknum fyrir Íslandsför Fyrstu mótherjar Íslands í undankeppni EM 2016 töpuðu gegn Finnlandi. 27. október 2014 13:15