Er endurkoma Oasis í kortunum? Orri Freyr Rúnarsson skrifar 27. október 2014 14:08 Eru Oasis að koma aftur saman? Vísir/Getty Söngvarinn Liam Gallagher hefur nú tilkynnt að hljómsveitin Beady Eye sé hætt störfum en þetta kom fram í Twitter færslu frá kappanum þar sem hann þakkaði fyrir stuðninginn í gegnum tíðina. En Liam Gallagher stofnaði hljómsveitina skömmu eftir að Oasis hætti á miðju tónleikaferðalagi og fékk hann nokkrum fyrrum Oasis félaga sína með í sveitina sem gaf út tvær breiðskífur sem nutu þó engrar sérstakrar velgengni. Eins og við var að búast fóru háværir orðrómar á stað þess efnis að Oasis myndu koma aftur saman eftir þessar fréttir en slíkt verður að teljast ólíklegt, sérstaklega í ljósi þess að Noel Gallagher undirbýr nú útgáfu nýrrar sólóplötu. Hljómsveitin Royal Blood er á tónleikaferðalagi um Bretland um þessar mundir og mun sveitin spila í Sheffield þann 31.október næstkomandi, eða á hrekkjavöku. Þeir hafa því biðlað til tónleikagesta að klæða sig upp sem beinagrindur í tilefni dagsins og ætti því að verða forvitnilegt að sjá myndir frá tónleikunum. En allir miðar á þetta tónleikaferðalag Royal Blood seldust upp á einungis örfáum mínútum.Jack Bruce árið 2005.Vísir/GettyBassaleikarinn Jack Bruce lést um helgina sökum lifrabilunar en Bruce var 71 árs að aldri. Jack Bruce gerði garðinn frægan með ofursveitinni Cream á sínum tíma. Í kjölfar frétta um andlát hans hafa fjölmargir vottað honum virðingu sína á samfélagsmiðlum og má þar nefna fyrrum hljómsveitarfélaga hans Eric Clapton og Ginger Baker. Þá hafa Slash, Brian May, Tony Iommi og fleiri vottað Jack Bruce virðingu sína.The Who söngvarinn Roger Daltrey hefur gagnrýnt tónlistariðnaðinn og segir vera vöntun á fjöldahreyfingu líkt og fór af stað með t.d. pönkinu á sínum tíma. Talaði hann sérstaklega um að afar skrýtið væri að í núverandi ástandi í heiminum virtust fáar hljómsveitir vera reiðar eða örvæntingafullar. Að lokum minnum við að sjálfsögðu á nýja hlustendakönnun sem var send út um helgina. Við hvetjum að sjálfsögðu alla hlustendur sem hafa skráð sig í hlustendaráðið að svara könnuninni og hafa þannig bein áhrif á þá tónlist sem hljómar hjá okkur á X977. Þeir sem ekki hafa skráð sig í hlustendaráðið geta bætt úr því á heimasíðunni X977.is Harmageddon Mest lesið „Sá sem er kristinn hefur allar ástæður í veröldinni til að hlakka til“ Harmageddon Kings Of Leon með nýja plötu Harmageddon Viltu vinna nýju plötuna með Diktu? Harmageddon Undir stjórn Jaruzelskis Harmageddon Siggi Hakkari sakar Wikileaks um hroka Harmageddon Jóhanna Guðrún: Fimm bestu Led Zeppelin lögin Harmageddon Afhverju niðurgreiðum við bílastæði meira en leikskóla? Harmageddon Nýtt og ógnvekjandi útlit hjá Slipknot Harmageddon 10 ráð til að eiga ánægjulegra kynlíf Harmageddon James Hetfield talsetur heimildarþætti um dýraveiðar Harmageddon
Söngvarinn Liam Gallagher hefur nú tilkynnt að hljómsveitin Beady Eye sé hætt störfum en þetta kom fram í Twitter færslu frá kappanum þar sem hann þakkaði fyrir stuðninginn í gegnum tíðina. En Liam Gallagher stofnaði hljómsveitina skömmu eftir að Oasis hætti á miðju tónleikaferðalagi og fékk hann nokkrum fyrrum Oasis félaga sína með í sveitina sem gaf út tvær breiðskífur sem nutu þó engrar sérstakrar velgengni. Eins og við var að búast fóru háværir orðrómar á stað þess efnis að Oasis myndu koma aftur saman eftir þessar fréttir en slíkt verður að teljast ólíklegt, sérstaklega í ljósi þess að Noel Gallagher undirbýr nú útgáfu nýrrar sólóplötu. Hljómsveitin Royal Blood er á tónleikaferðalagi um Bretland um þessar mundir og mun sveitin spila í Sheffield þann 31.október næstkomandi, eða á hrekkjavöku. Þeir hafa því biðlað til tónleikagesta að klæða sig upp sem beinagrindur í tilefni dagsins og ætti því að verða forvitnilegt að sjá myndir frá tónleikunum. En allir miðar á þetta tónleikaferðalag Royal Blood seldust upp á einungis örfáum mínútum.Jack Bruce árið 2005.Vísir/GettyBassaleikarinn Jack Bruce lést um helgina sökum lifrabilunar en Bruce var 71 árs að aldri. Jack Bruce gerði garðinn frægan með ofursveitinni Cream á sínum tíma. Í kjölfar frétta um andlát hans hafa fjölmargir vottað honum virðingu sína á samfélagsmiðlum og má þar nefna fyrrum hljómsveitarfélaga hans Eric Clapton og Ginger Baker. Þá hafa Slash, Brian May, Tony Iommi og fleiri vottað Jack Bruce virðingu sína.The Who söngvarinn Roger Daltrey hefur gagnrýnt tónlistariðnaðinn og segir vera vöntun á fjöldahreyfingu líkt og fór af stað með t.d. pönkinu á sínum tíma. Talaði hann sérstaklega um að afar skrýtið væri að í núverandi ástandi í heiminum virtust fáar hljómsveitir vera reiðar eða örvæntingafullar. Að lokum minnum við að sjálfsögðu á nýja hlustendakönnun sem var send út um helgina. Við hvetjum að sjálfsögðu alla hlustendur sem hafa skráð sig í hlustendaráðið að svara könnuninni og hafa þannig bein áhrif á þá tónlist sem hljómar hjá okkur á X977. Þeir sem ekki hafa skráð sig í hlustendaráðið geta bætt úr því á heimasíðunni X977.is
Harmageddon Mest lesið „Sá sem er kristinn hefur allar ástæður í veröldinni til að hlakka til“ Harmageddon Kings Of Leon með nýja plötu Harmageddon Viltu vinna nýju plötuna með Diktu? Harmageddon Undir stjórn Jaruzelskis Harmageddon Siggi Hakkari sakar Wikileaks um hroka Harmageddon Jóhanna Guðrún: Fimm bestu Led Zeppelin lögin Harmageddon Afhverju niðurgreiðum við bílastæði meira en leikskóla? Harmageddon Nýtt og ógnvekjandi útlit hjá Slipknot Harmageddon 10 ráð til að eiga ánægjulegra kynlíf Harmageddon James Hetfield talsetur heimildarþætti um dýraveiðar Harmageddon