Lífið

Myndir af Mama June með kynferðisafbrotamanninum

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
mynd/skjáskot-tmz
Vefsíðan TMZ birtir myndir af raunveruleikastjörnunni Mama June, sem heitir réttu nafni Shannon, og dæmda kynferðisafbrotamanninum Mark McDaniel

Shannon er móðir Honey Boo Boo, sem heitir réttu nafni Alana Thompson, en fjölskyldan eru stjörnurnar í þættinum Here Comes Honey Boo Boo sem sýndir voru á sjónvarpsstöðinni TLC.

Eftir að fregnir hermdu að Shannon og Mark væru par í síðustu viku var Here Comes Honey Boo Boo tekinn af dagskrá. Shannon tók til sinna ráða og birti Facebook-færslu á síðu dóttur sinnar Alönu og sagði að þau Mark hefðu hætt saman fyrir tíu árum síðan. 

TMZ segir hins vegar að myndirnar sem birtar eru á vefsíðunni séu síðan síðasta sumar en Mark var sleppt úr fangelsi í mars á þessu ári. Á myndunum sjást Shannon og Mark meðal annars haldast í hendur.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.