Lífið

Russell Brand gagnrýnir fjölmiðla vegna Zellweger-málsins

Atli Ísleifsson skrifar
Russell Brand og Renee Zellweger.
Russell Brand og Renee Zellweger. Vísir/AFP
Breski grínistinn Russell Brand gagnrýnir bandaríska fjölmiðla harðlega vegna umfjöllunar þeirra um útlit leikkonunnar Renee Zellweger í nýjasta þætti sínum The Trews.

„Þar sem einungis 69 þúsund greinar hafa verið skrifaðar um útlit hennar á verðlaunaafhendingu Elle – þetta er nú eftir allt saman manneskja sem fer á einhvern stað – þá fjöllum við um þetta hérna í Trews News,“ sagði Brand í upphafi þáttarins áður en hann sýndi myndskeið þar sem bandarískur þáttastjórnandi spyr: „Renee Zellweger, ert þetta þú?“

„Já, þetta er hún,“ segir Brand og bætir síðar við að útlit hennar hafi ekki breyst svo mikið. „Það er ekki eins og sykurpúði hafi komið í stað höfuðs hennar, eða rúlluskauti eða leikfangalest.“

Brand sýnir svo myndir af Zellweger frá árinu 2004 og 2014 og segir svo: „Hún er orðin að leikfangalest! Nei. Þetta er Renee Zellweger plús tími.“

Innslag Brand um fjölmiðlaumfjöllunina má sjá að neðan.


Tengdar fréttir

Renée svarar fyrir sig

"Kannski lít ég öðruvísi út. Hver gerir það ekki þegar þeir eldast?! En ég er öðruvísi. Ég er hamingjusöm.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×