Lífið

Forsætisráðherra afgreiðir á bensínstöð

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Starfsmaður á plani.
Starfsmaður á plani. Mynd/Skjáskot
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var eitt sinn starfsmaður á plani á bensínstöð. Í þættinum Sjálfstætt fólk á Stöð 2 í kvöld kemur hann við á einni stöð og rifjar upp gamla takta við dæluna. 

Fáir íslenskir stjórnmálamenn hafa komið jafn óvænt inn í stjórnmálin og Sigmundur Davíð.

Þeir félagar Steingrímur og Jón Ársæll fylgja forsætisráðherra eftir að heiman og heim. Eru flugur á vegg í stjórnarráðinu og í þinginu og fara með honum í langa göngutúra þar sem málin eru rædd á persónulegum nótum.

Sigmundur Davíð á persónulegum og pólitískum nótum í Sjálfstæðu fólki í kvöld kl. 19:35 á Stöð 2.

Sigmundur Davíð er öllum hnútum kunnugur á bensínstöðinni.Mynd/Skjáskot
Forsætisráðherra kann réttu handtökin við dæluna.Mynd/Skjáskot





Fleiri fréttir

Sjá meira


×