Vesturbæjarlaug er besta sundlaug á Íslandi Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 24. október 2014 11:45 Lífið á Visir.is leitaði til valinkunna álitsgjafa til að velja bestu sundlaug á landinu. Mikill hiti var í kosningunni og tvísýnt á tímabili hvort það yrði Vesturbæjarlaug eða sundlaugin á Hofsósi sem hreppti hnossið. Úrslitin réðust á síðasta álitsgjafa og náði Vesturbæjarlaug að merja sigur.1. sæti:Vesturbæjarlaug „Hægt að láta sér líða vel þar.“ „Nýi potturinn í Vesturbæjarlauginni er snilld. Gefur gamalgróni laug nýtt líf.“ „Hér er líka hellingur af æskuminningum. Hér lærði ég að synda áður en ljótikallinn í Sundhöllinni byrjaði að pína mig. Við vinkonurnar fórum í langdregnar sundferðir og vorum mjög flinkar í að víkja okkur undan ógeðslegum körlum sem reyndu skammlaust að káfa á litlum stelpum. Við vissum nákvæmlega hvaða karlar þetta voru og vorum duglegar að vara nýjar sundstelpur við þeim. Í dag venur auðvitað rjóminn af mið- og Vesturbæjarintellígensíunni komur sínar í laugina og ekki hefur ástandið versnað neitt síðan Kaffi Vest opnaði hinum megin við götuna. Svo er algjör bónus að koma við í Melabúðinni á leiðinni heim.“ „Vesturbær Reykjavíkur er eitthvert notalegasta bæjarstæði landsins og þar er líka að finna bestu sundlaugina. Vestubæjarlaugin er ótrúlega sjarmerandi, mátulega lítil og þægileg. Gufan heimsfræg, ekki síst hjá samkynhneigðum og heitu pottarnir eru þeir bestu sem völ er á þegar maður þarf að láta amstur dagsins líða úr sér. Samt þyrfti helst að bæta við einum þagnarpotti þar sem samræður eru bannaðar vegna þess að bullið sem vellur upp úr sumum fastagestum er klikkaðara en það sem heyrist í símatíma Útvarps Sögu.“ „Vesturbæjarlaugin er sú besta á landinu, mátulega stór og tiltölulega fámenn þó þar hafi orðið menningarsögulegt slys þegar stóra fjölskyldupottinum var bætt við en þá komu börnin sem áður hefðu ekki viljað fara í laugina og krakkaskrækir því meiri en áður. Vesturbæjarlaug ætti að vera fyrirmynd allra annarra lauga á landinu. Hún ber bara af.“ „Þar lærði ég að synda og þykir alltaf gott að fara í hana og fær hún topp einkunn fyrir nýja pottinn .“2. sæti: Sundlaugin á Hofsósi „Sundlaugin á Hofsósi er ótrúlega falleg og einstök.“ „Eina sundlaugin sem maður tekur „selfie“ af sér í. Fallegasta laug landsins.“ „Stílhrein hönnun þar sem stórbrotið landslag Skagafjarðarins nýtur sín af sundlaugarbakkanum. Klefarnir eru líka snyrtilegir og sýnir að minna er meira.“ „Fallegasta laugarstæði á öllu landinu. Það jafnast ekkert á við að synda í laug sem hangir utan í stuðlabergi og horfa út á fallegasta fjörð í heimi (já ég er Skagfirðingur).“3. sæti:Sundlaug Seltjarnarness „Seltjarnarlaugin er fullkomin vegna hversu kósý hún er. Gott að slaka á þar.“ „Mjög kósý, lítil, notaleg og hlýleg.“ „Spennandi rennibrautir og góð vatnsgufa.“ „Seltjarnarnesið er frábær sundlaug sem betur fer fáir vita af. Hún virðist alltaf vera frekar róleg. Þangað fer maður til að slapp af. Þar er saltvatnspottur og ýmis kósíheit. Hún er alveg til þess fallin að fara í á dimmum, köldum vetrarkvöldum. Þannig finnst mér hún best.“4.-5. sæti:Lágafellslaug „Mjúkt undirlag alls staðar og stutt á milli allra staða, eða laugar, potta og rennibrautar.“ „Á Höfuðborgarsvæðinu skarar ein sundlaug fram úr. Það er Lágafellslaug í Mosfellsbæ. Eina sundlaugin sem ég hef komið í á landinu þar sem er alvöru sauna að hætti Finnanna en ekki þessi skelfilegu eimböð. Einnig er hún fjölskylduvæn og fyrir krakkana eru þrjár rennibrautir. Stendur upp úr hér á landi hreinlega.“ „Einfaldlega besta barnalaug í heimi. Svo skemmir ekki fyrir að rennibrautirnar eru það rosalegar að foreldrarnir geta ekki annað en tekið þátt í leiknum.“4-5. sæti:Sundlaug Kópavogs „Fyrir foreldra ungra barna það er að segja - ein barnvænasta sundlaugin á höfuðborgarsvæðinu og heppilega miðsvæðis.“ „Barnvænasta laug landsins og í hjarta Kópavogs.“ „Hægt að vera ofan í þar sem börnin vilja vera, án þess að krókna úr kulda.“6.-10. sæti:Breiðholtslaug „Höfuðborgarlaug af gamla skólanum. Alltaf verið að bæta við laugina án þess að skemma sjarmann.“ „Mikil fallhæð á vatni í sturtum og margt um Pólverja sem eru duglegir að leika við börnin sín ólíkt innfæddum.“ „Besti nuddpottur á landinu! Það er bara svoleiðis!“6.-10. sæti:Álftaneslaug „Geðveikir pottar. Sundlaugin er bara fyrir sund. Þessi sundlaug fær allar stjörnurnar í heiminum.“ „Saunaklefinn er aðdráttarafl númer 1 enda alltof fáar laugar sem bjóða uppá þurrgufu. Góðir pottar og róleg stemmning.“ „Fullkomin fyrir börnin með skemmtilegri öldulaug.“6.-10. sæti:Laugardalslaug „Þegar ég kem í Laugardalinn og fer í sund þá hrannast upp minningar frá því ég var lítill drengur með föður mínum og bræðrum. Þarna er andrúmsloftið mjög gott og hlýlegt í hvaða verði sem er. Einnig er starfsfólkið indælt og leggur sig mikið fram í því að láta mann líða vel. Laugardalslaugin er að mínu mati besta sundlaug í heiminum.“ „Laugardalslaugin er alger perla og ég held að flestir borgarbúar gangi að því djásni sem gefnum hlut. Hvort sem þú vilt synda, leika, liggja í leti eða fara í saunu, slúðra eða á stefnumót. Laugardalslaugin er staðurinn.“ „Laugardalslaugin er drottningin - það er bara þannig. Mætti samt vera aðeins minni klór í henni.“6.-10. sæti:Sundlaugin Laugaskarði „Vel þess virði að skella sér austur yfir heiði til að dýfa sér í sund í allt að því hrollvekjandi fögru umhverfi.“ „Sundlaugin Laugaskarði í Hveragerði er skemmtileg og nauðsynlegt að heimsækja að minnsta kosti einu sinni á sumri. Arkitektúrinn er flottur, umhverfið notalegt og laugin er þrælfín.“ „Mjög heillandi laug, finnst alltaf gaman að koma þangað.“6.-10. sæti:Sundhöll Reykjavíkur „Ég elska Sundhöllina, sérstaklega klefana og svo auðvitað týpurnar í pottinum!“ „Reyndar á ég skelfilegar minningar frá því að ég var krakki um sundtíma með nasistalegum sundkennara sem notaði prik til að pota í buslandi hálfsynd börnin. Núna elska ég Sundhöllina fyrir margar sakir. Dásamlegt starfsfólk með jákvæða grunnafstöðu til lífsins tekur á móti mér, í búningsklefanum líður mér eins og í hádramatískri Goth senu og í sturtunum hitti ég konur með píkuhár (sem verða sjaldséðari eftir því sem Austar dregur í borginni). Ég syndi ekki mikið heldur skelli mér beint í pottana. Í pottunum ríkir stöðug kynjaskekkja því þar má alltaf finna 7 karlmenn fyrir hverjar 3 konur, svona eins og í fjölmiðlum. Karlarnir eru eldgamlir og krúttlegir á morgnana og tala um samvinnuhreyfinguna, en fara að yngjast upp úr 3 á daginn. Um 5 eru þeir orðnir skeggjaðir og flúraðir og tala geðveikislega mikið um indí tónlist. „ „Frábær staður þegar gestum er þungt í sinni því samanburðurinn við aðra gesti endurnýjar trú á eigin getu.“Aðrar sundlaugar sem voru nefndar:Sundlaugin í Bolungarvík, sundlaugin á Suðureyri, sundlaug Drangsness, sundlaugin í Þelamerkurskóla, Seljavallalaug, Árbæjarlaug, sundlaugin á Patreksfirði, Laugarvatn Fontana, sundlaugin í Reykjahlíð, Sundhöll Hafnarfjarðar, Krossneslaug, sundlaugin í Vestmannaeyjum, sundlaugin á Kleppjárnsreykjum, sundlaug Akureyrar.Álitsgjafar:Bryndís Ásmundsdóttir, leik- og söngkona, Bergsteinn Sigurðsson, dagskrárgerðarmaður, Friðrika Hjördís Geirsdóttir, fjölmiðlakona, Guðmundur Jóhannsson, verkefnastjóri, Guðríður Haraldsdóttir, blaðakona, Ásmundur Helgason, Gunnar Jarl Jónsson, knattspyrnudómari, Heiðrún Ólafsdóttir, skáld, Hannes Óli Ólafsson, leikari, Geir Ólafsson, söngvari, Álfrún Pálsdóttir, ritstjóri Glamour, Ragnheiður Eiríksdóttir, hjúkrunarfræðingur, Ásta Sveinsdóttir, eigandi SuZushii og Roadhouse, Þórarinn Þórarinsson, blaðamaður, Eiríkur Jónsson, ritstjóri Séð & Heyrt, Björk Eiðsdóttir, ritstjóri MAN magazine, Anna Bergljót Thorarensen, framleiðandi og handritshöfundur. Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira
Lífið á Visir.is leitaði til valinkunna álitsgjafa til að velja bestu sundlaug á landinu. Mikill hiti var í kosningunni og tvísýnt á tímabili hvort það yrði Vesturbæjarlaug eða sundlaugin á Hofsósi sem hreppti hnossið. Úrslitin réðust á síðasta álitsgjafa og náði Vesturbæjarlaug að merja sigur.1. sæti:Vesturbæjarlaug „Hægt að láta sér líða vel þar.“ „Nýi potturinn í Vesturbæjarlauginni er snilld. Gefur gamalgróni laug nýtt líf.“ „Hér er líka hellingur af æskuminningum. Hér lærði ég að synda áður en ljótikallinn í Sundhöllinni byrjaði að pína mig. Við vinkonurnar fórum í langdregnar sundferðir og vorum mjög flinkar í að víkja okkur undan ógeðslegum körlum sem reyndu skammlaust að káfa á litlum stelpum. Við vissum nákvæmlega hvaða karlar þetta voru og vorum duglegar að vara nýjar sundstelpur við þeim. Í dag venur auðvitað rjóminn af mið- og Vesturbæjarintellígensíunni komur sínar í laugina og ekki hefur ástandið versnað neitt síðan Kaffi Vest opnaði hinum megin við götuna. Svo er algjör bónus að koma við í Melabúðinni á leiðinni heim.“ „Vesturbær Reykjavíkur er eitthvert notalegasta bæjarstæði landsins og þar er líka að finna bestu sundlaugina. Vestubæjarlaugin er ótrúlega sjarmerandi, mátulega lítil og þægileg. Gufan heimsfræg, ekki síst hjá samkynhneigðum og heitu pottarnir eru þeir bestu sem völ er á þegar maður þarf að láta amstur dagsins líða úr sér. Samt þyrfti helst að bæta við einum þagnarpotti þar sem samræður eru bannaðar vegna þess að bullið sem vellur upp úr sumum fastagestum er klikkaðara en það sem heyrist í símatíma Útvarps Sögu.“ „Vesturbæjarlaugin er sú besta á landinu, mátulega stór og tiltölulega fámenn þó þar hafi orðið menningarsögulegt slys þegar stóra fjölskyldupottinum var bætt við en þá komu börnin sem áður hefðu ekki viljað fara í laugina og krakkaskrækir því meiri en áður. Vesturbæjarlaug ætti að vera fyrirmynd allra annarra lauga á landinu. Hún ber bara af.“ „Þar lærði ég að synda og þykir alltaf gott að fara í hana og fær hún topp einkunn fyrir nýja pottinn .“2. sæti: Sundlaugin á Hofsósi „Sundlaugin á Hofsósi er ótrúlega falleg og einstök.“ „Eina sundlaugin sem maður tekur „selfie“ af sér í. Fallegasta laug landsins.“ „Stílhrein hönnun þar sem stórbrotið landslag Skagafjarðarins nýtur sín af sundlaugarbakkanum. Klefarnir eru líka snyrtilegir og sýnir að minna er meira.“ „Fallegasta laugarstæði á öllu landinu. Það jafnast ekkert á við að synda í laug sem hangir utan í stuðlabergi og horfa út á fallegasta fjörð í heimi (já ég er Skagfirðingur).“3. sæti:Sundlaug Seltjarnarness „Seltjarnarlaugin er fullkomin vegna hversu kósý hún er. Gott að slaka á þar.“ „Mjög kósý, lítil, notaleg og hlýleg.“ „Spennandi rennibrautir og góð vatnsgufa.“ „Seltjarnarnesið er frábær sundlaug sem betur fer fáir vita af. Hún virðist alltaf vera frekar róleg. Þangað fer maður til að slapp af. Þar er saltvatnspottur og ýmis kósíheit. Hún er alveg til þess fallin að fara í á dimmum, köldum vetrarkvöldum. Þannig finnst mér hún best.“4.-5. sæti:Lágafellslaug „Mjúkt undirlag alls staðar og stutt á milli allra staða, eða laugar, potta og rennibrautar.“ „Á Höfuðborgarsvæðinu skarar ein sundlaug fram úr. Það er Lágafellslaug í Mosfellsbæ. Eina sundlaugin sem ég hef komið í á landinu þar sem er alvöru sauna að hætti Finnanna en ekki þessi skelfilegu eimböð. Einnig er hún fjölskylduvæn og fyrir krakkana eru þrjár rennibrautir. Stendur upp úr hér á landi hreinlega.“ „Einfaldlega besta barnalaug í heimi. Svo skemmir ekki fyrir að rennibrautirnar eru það rosalegar að foreldrarnir geta ekki annað en tekið þátt í leiknum.“4-5. sæti:Sundlaug Kópavogs „Fyrir foreldra ungra barna það er að segja - ein barnvænasta sundlaugin á höfuðborgarsvæðinu og heppilega miðsvæðis.“ „Barnvænasta laug landsins og í hjarta Kópavogs.“ „Hægt að vera ofan í þar sem börnin vilja vera, án þess að krókna úr kulda.“6.-10. sæti:Breiðholtslaug „Höfuðborgarlaug af gamla skólanum. Alltaf verið að bæta við laugina án þess að skemma sjarmann.“ „Mikil fallhæð á vatni í sturtum og margt um Pólverja sem eru duglegir að leika við börnin sín ólíkt innfæddum.“ „Besti nuddpottur á landinu! Það er bara svoleiðis!“6.-10. sæti:Álftaneslaug „Geðveikir pottar. Sundlaugin er bara fyrir sund. Þessi sundlaug fær allar stjörnurnar í heiminum.“ „Saunaklefinn er aðdráttarafl númer 1 enda alltof fáar laugar sem bjóða uppá þurrgufu. Góðir pottar og róleg stemmning.“ „Fullkomin fyrir börnin með skemmtilegri öldulaug.“6.-10. sæti:Laugardalslaug „Þegar ég kem í Laugardalinn og fer í sund þá hrannast upp minningar frá því ég var lítill drengur með föður mínum og bræðrum. Þarna er andrúmsloftið mjög gott og hlýlegt í hvaða verði sem er. Einnig er starfsfólkið indælt og leggur sig mikið fram í því að láta mann líða vel. Laugardalslaugin er að mínu mati besta sundlaug í heiminum.“ „Laugardalslaugin er alger perla og ég held að flestir borgarbúar gangi að því djásni sem gefnum hlut. Hvort sem þú vilt synda, leika, liggja í leti eða fara í saunu, slúðra eða á stefnumót. Laugardalslaugin er staðurinn.“ „Laugardalslaugin er drottningin - það er bara þannig. Mætti samt vera aðeins minni klór í henni.“6.-10. sæti:Sundlaugin Laugaskarði „Vel þess virði að skella sér austur yfir heiði til að dýfa sér í sund í allt að því hrollvekjandi fögru umhverfi.“ „Sundlaugin Laugaskarði í Hveragerði er skemmtileg og nauðsynlegt að heimsækja að minnsta kosti einu sinni á sumri. Arkitektúrinn er flottur, umhverfið notalegt og laugin er þrælfín.“ „Mjög heillandi laug, finnst alltaf gaman að koma þangað.“6.-10. sæti:Sundhöll Reykjavíkur „Ég elska Sundhöllina, sérstaklega klefana og svo auðvitað týpurnar í pottinum!“ „Reyndar á ég skelfilegar minningar frá því að ég var krakki um sundtíma með nasistalegum sundkennara sem notaði prik til að pota í buslandi hálfsynd börnin. Núna elska ég Sundhöllina fyrir margar sakir. Dásamlegt starfsfólk með jákvæða grunnafstöðu til lífsins tekur á móti mér, í búningsklefanum líður mér eins og í hádramatískri Goth senu og í sturtunum hitti ég konur með píkuhár (sem verða sjaldséðari eftir því sem Austar dregur í borginni). Ég syndi ekki mikið heldur skelli mér beint í pottana. Í pottunum ríkir stöðug kynjaskekkja því þar má alltaf finna 7 karlmenn fyrir hverjar 3 konur, svona eins og í fjölmiðlum. Karlarnir eru eldgamlir og krúttlegir á morgnana og tala um samvinnuhreyfinguna, en fara að yngjast upp úr 3 á daginn. Um 5 eru þeir orðnir skeggjaðir og flúraðir og tala geðveikislega mikið um indí tónlist. „ „Frábær staður þegar gestum er þungt í sinni því samanburðurinn við aðra gesti endurnýjar trú á eigin getu.“Aðrar sundlaugar sem voru nefndar:Sundlaugin í Bolungarvík, sundlaugin á Suðureyri, sundlaug Drangsness, sundlaugin í Þelamerkurskóla, Seljavallalaug, Árbæjarlaug, sundlaugin á Patreksfirði, Laugarvatn Fontana, sundlaugin í Reykjahlíð, Sundhöll Hafnarfjarðar, Krossneslaug, sundlaugin í Vestmannaeyjum, sundlaugin á Kleppjárnsreykjum, sundlaug Akureyrar.Álitsgjafar:Bryndís Ásmundsdóttir, leik- og söngkona, Bergsteinn Sigurðsson, dagskrárgerðarmaður, Friðrika Hjördís Geirsdóttir, fjölmiðlakona, Guðmundur Jóhannsson, verkefnastjóri, Guðríður Haraldsdóttir, blaðakona, Ásmundur Helgason, Gunnar Jarl Jónsson, knattspyrnudómari, Heiðrún Ólafsdóttir, skáld, Hannes Óli Ólafsson, leikari, Geir Ólafsson, söngvari, Álfrún Pálsdóttir, ritstjóri Glamour, Ragnheiður Eiríksdóttir, hjúkrunarfræðingur, Ásta Sveinsdóttir, eigandi SuZushii og Roadhouse, Þórarinn Þórarinsson, blaðamaður, Eiríkur Jónsson, ritstjóri Séð & Heyrt, Björk Eiðsdóttir, ritstjóri MAN magazine, Anna Bergljót Thorarensen, framleiðandi og handritshöfundur.
Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira