QuizUp sagður vera hinn nýi Tinder Kjartan Atli Kjartansson skrifar 20. október 2014 16:50 Hér má sjá parið sem kynntist í gegnum QuizUp. Íslenska spurningaleiknum QuizUp hefur verið líkt við stefnumótaappið Tiner sem hefur notið mikilla vinsælda um allan heim. Þetta kemur fram í frétt á miðlinum Daily Dot, en þar er fjallað um par sem kynntist í gegnum spurningaleikinn sem, eins og frægt er orðið, er framleiddur hér á landi af fyrirtækinu Plain Vanilla. Í fréttinni er vitnað í Þorstein Friðriksson, forstjóra fyrirtækisins, og segir hann að margir spilarar hafi sent skilaboð til Plain Vanilla og tilkynnt að þeir hafi kynnst í gegnum leikinn. „Það sem kom okkur mest á óvart var hversu virkir spilararnir voru félagslega,“ segir hann í samtali við Daily Dot og bætir við: „Fólk er að kynnast nýjum vinum og er mikið að spjalla eftir að hafa keppt í QuizUp.“ Daður í gegnum QuizUp er orðið svo algengt að miðillinn The Date Report hefur birt leiðbeiningar hvernig megi breyta leiknum í stefnumótaforrit. Leiðbeiningarnar eru ítarlegar og snúast um að komast í kynni við fólk í gegnum leikinn sem hefur svipuð áhugamál og maður sjálfur. Hægt er að spjalla við aðra sem spila leikinn og má segja að leiðbeiningar The Date Report séu ansi ítarlegar þegar kemur að því hvernig á að spjalla við aðra spilara. Samkvæmt heimildum Vísis er nú áhersla lögð á að þróa þann hluta leiksins sem snýr að samfélagsmiðlum. Ríkari áhersla verður lögð á að fólk geti fundið og kynnst fólki með sömu áhugamál og það sjálft í gegnum Quiz Up. Miðillinn Daily Dot sagði frá parinu Erin Tarnoff og Nck Fielsend. Þau kynntust í gegnum leikinn. Þau mættust í spurningakeppni um Lord of the Rings. Nick, sem er frá Hull í Engalandi, bað Erin, sem er frá Los Angeles í Bandaríkjunum, um að keppa aftur eftir að keppninni lauk. Þau spiluðu nokkrum sinnum á móti hvort öðru þar til að Nick hóf að senda Erin skilaboð. „Ég klúðraði mjög auðveldri spurningu. Þannig að ég sendi henni skilaboð þar sem ég sagðist ekki trúa því að ég hafi svarað þessu vitlaust,“ útskýrir hann. Hann segist ekki hafa álitð þessa skeytasendingu stórt skref, þarna hafi einfaldlega tveir ókunnugir verið að tala saman í gegnum netið. Erin segir aftur á móti frá því að þetta hafi verið í fyrsta sinn sem hún hafi talað við einhvern í gegnum netið. Hún hélt þó áfram að tala við hann og eftir smá stund komust þau að því að þau áttu ansi margt sameiginlegt. Þau urðu vinir í gegnum Facebook og fóru að spjalla saman í gegnum Skype. Samskiptin þeirra hófust í nóvember á síðasta ári og í mars á þessu ári hittust þau í fyrsta sinn, þegar Erin flaug til Englands og gisti hjá Nick. Hvorugt þeirra hafði áður talað við neinn í gegnum forritið. Hvorugt þeirra bjóst við því að kynnast elskhuga sínum í gegnum leikinn. Nick segir örlögin hafa leitt þau saman. „Við smelltum á sama spurningaflokkinn, í sama leiknum á sama tíma. Líkurnar á því að þetta gerist eru ótrúlegar.“ Post by Erin Tarnoff. Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira
Íslenska spurningaleiknum QuizUp hefur verið líkt við stefnumótaappið Tiner sem hefur notið mikilla vinsælda um allan heim. Þetta kemur fram í frétt á miðlinum Daily Dot, en þar er fjallað um par sem kynntist í gegnum spurningaleikinn sem, eins og frægt er orðið, er framleiddur hér á landi af fyrirtækinu Plain Vanilla. Í fréttinni er vitnað í Þorstein Friðriksson, forstjóra fyrirtækisins, og segir hann að margir spilarar hafi sent skilaboð til Plain Vanilla og tilkynnt að þeir hafi kynnst í gegnum leikinn. „Það sem kom okkur mest á óvart var hversu virkir spilararnir voru félagslega,“ segir hann í samtali við Daily Dot og bætir við: „Fólk er að kynnast nýjum vinum og er mikið að spjalla eftir að hafa keppt í QuizUp.“ Daður í gegnum QuizUp er orðið svo algengt að miðillinn The Date Report hefur birt leiðbeiningar hvernig megi breyta leiknum í stefnumótaforrit. Leiðbeiningarnar eru ítarlegar og snúast um að komast í kynni við fólk í gegnum leikinn sem hefur svipuð áhugamál og maður sjálfur. Hægt er að spjalla við aðra sem spila leikinn og má segja að leiðbeiningar The Date Report séu ansi ítarlegar þegar kemur að því hvernig á að spjalla við aðra spilara. Samkvæmt heimildum Vísis er nú áhersla lögð á að þróa þann hluta leiksins sem snýr að samfélagsmiðlum. Ríkari áhersla verður lögð á að fólk geti fundið og kynnst fólki með sömu áhugamál og það sjálft í gegnum Quiz Up. Miðillinn Daily Dot sagði frá parinu Erin Tarnoff og Nck Fielsend. Þau kynntust í gegnum leikinn. Þau mættust í spurningakeppni um Lord of the Rings. Nick, sem er frá Hull í Engalandi, bað Erin, sem er frá Los Angeles í Bandaríkjunum, um að keppa aftur eftir að keppninni lauk. Þau spiluðu nokkrum sinnum á móti hvort öðru þar til að Nick hóf að senda Erin skilaboð. „Ég klúðraði mjög auðveldri spurningu. Þannig að ég sendi henni skilaboð þar sem ég sagðist ekki trúa því að ég hafi svarað þessu vitlaust,“ útskýrir hann. Hann segist ekki hafa álitð þessa skeytasendingu stórt skref, þarna hafi einfaldlega tveir ókunnugir verið að tala saman í gegnum netið. Erin segir aftur á móti frá því að þetta hafi verið í fyrsta sinn sem hún hafi talað við einhvern í gegnum netið. Hún hélt þó áfram að tala við hann og eftir smá stund komust þau að því að þau áttu ansi margt sameiginlegt. Þau urðu vinir í gegnum Facebook og fóru að spjalla saman í gegnum Skype. Samskiptin þeirra hófust í nóvember á síðasta ári og í mars á þessu ári hittust þau í fyrsta sinn, þegar Erin flaug til Englands og gisti hjá Nick. Hvorugt þeirra hafði áður talað við neinn í gegnum forritið. Hvorugt þeirra bjóst við því að kynnast elskhuga sínum í gegnum leikinn. Nick segir örlögin hafa leitt þau saman. „Við smelltum á sama spurningaflokkinn, í sama leiknum á sama tíma. Líkurnar á því að þetta gerist eru ótrúlegar.“ Post by Erin Tarnoff.
Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira