Með hæstu málsvarnarlaunum sem hafa verið dæmd Þorbjörn Þórðarson skrifar 20. október 2014 18:30 Ríkissjóður þarf að greiða rúmlega 24 milljónir króna í málsvarnarlaun tveggja verjenda samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli þar sem Sigurjón Þ. Árnason og Eín Sigfúsdóttir voru sýknuð af ákæru um umboðssvik. Sigurjón, sem er fyrrverandi bankastjóri Landsbankans og Elín sem var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs bankans, voru ákærð fyrir að heimila að Landsbankinn gengi í sjálfskuldarábyrgðir vegna lánveitinga Kaupþings banka til tveggja félaga í Panama, Empennage Inc. og Zimham Corp., en lán til félaganna voru notuð til að kaupa hlutabréf í Landsbankanum. Félögin höfðu gert valréttarsamninga við Landsbankann í tengslum við veitingu kauprétta til starfsmanna bankans. Samkvæmt valréttarsamningunum voru félögin skuldbundin til að selja Landsbankanum bréfin til baka á ákveðnu tímabili á fyrirfram ákveðnu gengi. Um var að ræða ábyrgðir samtals upp á 13,6 milljarða króna sem voru veittar án útanaðkomandi trygginga og voru afgreiddar á milli funda lánanefndar Landsbankans.Héraðsdómur taldi ekki sannað að þau Sigurjón og Elín hefðu misnotað aðstöðu sína. Í dómnum segir: „(E)r það mat dómsins að ekki sé uppfyllt saknæmisskilyrði 249. gr. almennra hegningarlaga að því er varðar misnotkun á aðstöðu. Verða ákærðu því ekki talin hafa haft ásetning til þess að misnota aðstöðu sína enda hefur ekkert annað komið fram en að ákærðu hafi aðeins haft hag bankans að leiðarljósi við ábyrgðarveitinguna.“ Síðan segir: „ Tvö af skilyrðum umboðssvika samkvæmt 249. gr. almennra hegningarlaga eru að misnotkun á aðstöðu og auðgunarásetningur hafi átt sér stað. Samkvæmt öllu ofanrituðu er hvorugu skilyrði umboðssvika fullnægt og ber því að sýkna ákærðu(...).“ Ríkissjóður var dæmdur til að greiða allan sakarkostnað málsins, þar með talin rúmlega 18 milljóna króna málsvarnarlaun Sigurðar G. Guðjónssonar verjanda Sigurjóns og tæplega 6 milljóna króna málsvarnarlaun Helgu Melkorku Óttarsdóttur, verjanda Elínar, alls um 24 milljónir króna. Dæmd málsvarnarlaun Sigurðar eru með þeim hæstu sem dæmd hafa verið í sakamáli hér á landi.Það er talsverður munur á dæmdum málsvarnarlaunum verjendanna. Hvers vegna er þetta svona há fjárhæð hjá þér? „Það er kannski vegna þess að ég hef verið að sinna Sigurjóni síðan 2009. Hann var fyrst yfirheyrður vegna þessara mála árið 2009. Hann var í gæsluvarðhaldi og hefur sætt mörgum og flóknum yfirheyrslum yfir langan tíma. Það er væntanlega skýringin á þessum mikla mun á kostnaði,“ segir Sigurður G. Guðjónsson. Innan skamms verður kveðinn upp dómur í öðru máli í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem Sigurjón var ákærður fyrir markaðsmisnotkun og það eru fleiri mál sem bíða. „Það er ljóst að það eru ennþá opin mál hjá sérstökum saksóknara sem hann hefur ekki verið yfirheyrður vegna frá árinu 2011. Það er ekki búið að ljúka rannsókn á þeim þannig að við bíðum ennþá eftir .væu að fá bréf um niðurfellingu rannsóknar eða þá að það verður gefin út ákæra,“ segir Sigurður G. Tengdar fréttir Sigurjón íhugar að fara í skaðabótamál við íslenska ríkið Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Sigurjóns Þ. Árnasonar, segir ekki útilokað að umbjóðandi sinn fari í skaðabótamál við íslenska ríkið þegar öllum málaferlum á hendur honum lýkur. 20. október 2014 11:35 13 milljarða umboðssvik: Ítreka sakleysi sitt Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara á hendur Sigurjóni Þorvaldi Árnasyni og Sigríði Elínu Sigfúsdóttur, fyrrverandi stjórnenda Landsbanka Íslands, hófst í Héraðdómi Reykavíkur í morgun. 22. september 2014 11:33 Sigurjón og Elín sýknuð af ákæru um umboðssvik Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, og Elínu Sigfúsdóttur, fyrrum framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs bankans, af ákæru sérstaks saksóknara um umboðssvik. 20. október 2014 09:00 „Hvað ætlið þið að segja við FME?“ "I can explain everything!“ Eins og karlinn sem ráfaði inn í vitlaust herbergi og lenti fyrir vikið uppi í rúmi með vinkonu eiginkonunnar,“ sagði í tölvupósti starfsmanna Landsbankans. 22. september 2014 17:15 „Algjörlega óskiljanlegt að lenda í þessu“ Laun þeirra beggja, Elínar og Sigurjóns, tengdust heildarafkomu bankans með áherslu á eigið fé. Þau neituðu því þó bæði að hafa haft nokkurn ávinning af þessum tilteknu samningum. 22. september 2014 13:02 Mest lesið Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Fleiri fréttir Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Sjá meira
Ríkissjóður þarf að greiða rúmlega 24 milljónir króna í málsvarnarlaun tveggja verjenda samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli þar sem Sigurjón Þ. Árnason og Eín Sigfúsdóttir voru sýknuð af ákæru um umboðssvik. Sigurjón, sem er fyrrverandi bankastjóri Landsbankans og Elín sem var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs bankans, voru ákærð fyrir að heimila að Landsbankinn gengi í sjálfskuldarábyrgðir vegna lánveitinga Kaupþings banka til tveggja félaga í Panama, Empennage Inc. og Zimham Corp., en lán til félaganna voru notuð til að kaupa hlutabréf í Landsbankanum. Félögin höfðu gert valréttarsamninga við Landsbankann í tengslum við veitingu kauprétta til starfsmanna bankans. Samkvæmt valréttarsamningunum voru félögin skuldbundin til að selja Landsbankanum bréfin til baka á ákveðnu tímabili á fyrirfram ákveðnu gengi. Um var að ræða ábyrgðir samtals upp á 13,6 milljarða króna sem voru veittar án útanaðkomandi trygginga og voru afgreiddar á milli funda lánanefndar Landsbankans.Héraðsdómur taldi ekki sannað að þau Sigurjón og Elín hefðu misnotað aðstöðu sína. Í dómnum segir: „(E)r það mat dómsins að ekki sé uppfyllt saknæmisskilyrði 249. gr. almennra hegningarlaga að því er varðar misnotkun á aðstöðu. Verða ákærðu því ekki talin hafa haft ásetning til þess að misnota aðstöðu sína enda hefur ekkert annað komið fram en að ákærðu hafi aðeins haft hag bankans að leiðarljósi við ábyrgðarveitinguna.“ Síðan segir: „ Tvö af skilyrðum umboðssvika samkvæmt 249. gr. almennra hegningarlaga eru að misnotkun á aðstöðu og auðgunarásetningur hafi átt sér stað. Samkvæmt öllu ofanrituðu er hvorugu skilyrði umboðssvika fullnægt og ber því að sýkna ákærðu(...).“ Ríkissjóður var dæmdur til að greiða allan sakarkostnað málsins, þar með talin rúmlega 18 milljóna króna málsvarnarlaun Sigurðar G. Guðjónssonar verjanda Sigurjóns og tæplega 6 milljóna króna málsvarnarlaun Helgu Melkorku Óttarsdóttur, verjanda Elínar, alls um 24 milljónir króna. Dæmd málsvarnarlaun Sigurðar eru með þeim hæstu sem dæmd hafa verið í sakamáli hér á landi.Það er talsverður munur á dæmdum málsvarnarlaunum verjendanna. Hvers vegna er þetta svona há fjárhæð hjá þér? „Það er kannski vegna þess að ég hef verið að sinna Sigurjóni síðan 2009. Hann var fyrst yfirheyrður vegna þessara mála árið 2009. Hann var í gæsluvarðhaldi og hefur sætt mörgum og flóknum yfirheyrslum yfir langan tíma. Það er væntanlega skýringin á þessum mikla mun á kostnaði,“ segir Sigurður G. Guðjónsson. Innan skamms verður kveðinn upp dómur í öðru máli í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem Sigurjón var ákærður fyrir markaðsmisnotkun og það eru fleiri mál sem bíða. „Það er ljóst að það eru ennþá opin mál hjá sérstökum saksóknara sem hann hefur ekki verið yfirheyrður vegna frá árinu 2011. Það er ekki búið að ljúka rannsókn á þeim þannig að við bíðum ennþá eftir .væu að fá bréf um niðurfellingu rannsóknar eða þá að það verður gefin út ákæra,“ segir Sigurður G.
Tengdar fréttir Sigurjón íhugar að fara í skaðabótamál við íslenska ríkið Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Sigurjóns Þ. Árnasonar, segir ekki útilokað að umbjóðandi sinn fari í skaðabótamál við íslenska ríkið þegar öllum málaferlum á hendur honum lýkur. 20. október 2014 11:35 13 milljarða umboðssvik: Ítreka sakleysi sitt Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara á hendur Sigurjóni Þorvaldi Árnasyni og Sigríði Elínu Sigfúsdóttur, fyrrverandi stjórnenda Landsbanka Íslands, hófst í Héraðdómi Reykavíkur í morgun. 22. september 2014 11:33 Sigurjón og Elín sýknuð af ákæru um umboðssvik Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, og Elínu Sigfúsdóttur, fyrrum framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs bankans, af ákæru sérstaks saksóknara um umboðssvik. 20. október 2014 09:00 „Hvað ætlið þið að segja við FME?“ "I can explain everything!“ Eins og karlinn sem ráfaði inn í vitlaust herbergi og lenti fyrir vikið uppi í rúmi með vinkonu eiginkonunnar,“ sagði í tölvupósti starfsmanna Landsbankans. 22. september 2014 17:15 „Algjörlega óskiljanlegt að lenda í þessu“ Laun þeirra beggja, Elínar og Sigurjóns, tengdust heildarafkomu bankans með áherslu á eigið fé. Þau neituðu því þó bæði að hafa haft nokkurn ávinning af þessum tilteknu samningum. 22. september 2014 13:02 Mest lesið Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Fleiri fréttir Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Sjá meira
Sigurjón íhugar að fara í skaðabótamál við íslenska ríkið Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Sigurjóns Þ. Árnasonar, segir ekki útilokað að umbjóðandi sinn fari í skaðabótamál við íslenska ríkið þegar öllum málaferlum á hendur honum lýkur. 20. október 2014 11:35
13 milljarða umboðssvik: Ítreka sakleysi sitt Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara á hendur Sigurjóni Þorvaldi Árnasyni og Sigríði Elínu Sigfúsdóttur, fyrrverandi stjórnenda Landsbanka Íslands, hófst í Héraðdómi Reykavíkur í morgun. 22. september 2014 11:33
Sigurjón og Elín sýknuð af ákæru um umboðssvik Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, og Elínu Sigfúsdóttur, fyrrum framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs bankans, af ákæru sérstaks saksóknara um umboðssvik. 20. október 2014 09:00
„Hvað ætlið þið að segja við FME?“ "I can explain everything!“ Eins og karlinn sem ráfaði inn í vitlaust herbergi og lenti fyrir vikið uppi í rúmi með vinkonu eiginkonunnar,“ sagði í tölvupósti starfsmanna Landsbankans. 22. september 2014 17:15
„Algjörlega óskiljanlegt að lenda í þessu“ Laun þeirra beggja, Elínar og Sigurjóns, tengdust heildarafkomu bankans með áherslu á eigið fé. Þau neituðu því þó bæði að hafa haft nokkurn ávinning af þessum tilteknu samningum. 22. september 2014 13:02