Lífið

Monica Lewinsky byrjuð á Twitter

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Monica.
Monica. vísir/getty
Monica Lewinsky, sem starfaði eitt sinn sem starfsnemi í Hvíta húsinu, byrjaði á Twitter í dag. Hún er nú þegar með þúsundir fylgjenda en fyrsta tístið hennar var einfaldlega: #HereWeGo.

Monica varð heimsfræg fyrir sextán árum síðan þegar upp komst um kynferðislegt samband hennar og fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, Bills Clinton. Hún hefur talað opinberlega uppá síðkastið um hvernig hún hafi verið fyrsta manneskjan sem internetið eyðilagði.

Henni virðist þó ekki vera mjög illa við internetið þar sem hún er byrjuð á Twitter, einum vinsælasta samfélagsmiðli heims.

Hvorki Bill né Hillary Clinton eru fylgjendur Monicu þegar þetta er skrifað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×