Viðskipti innlent

Qlik kaupir Datamarket

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Valli
Fyrirtækið Qlik hefur keypt íslenska fyrirtækið Datamarket fyrir um 1,6 milljarð króna. Höfuðstöðvar Qlik eru í Bandaríkjunum en fyrirtækið er sænskt að uppruna og er enn með starfsemi þar.

Hjálmar Gíslason stofnandi og framkvæmdastjóri Datamarket, segir að þjónusta við viðskiptavini Datamarket hér á Íslandi muni ekki breytast og að fjárfest verði í frekari þróun hér á landi. Að fyrirtækið verði ekki flutt frá Íslandi.

Samkvæmt skýrslu sem Qlik sendi til Nasdaq kauphallarinnar er hámarkskaupverð Datamarket 13,5 milljónir dala, eða um 1,6 milljarður króna.

Í pistli á heimasíðu sinni segist Hjálmar vera stoltur yfir því að hafa leitt uppbyggingu Datamarket, en umfram allt sé þetta árangur heildarinnar.

„Tækniþróunarsjóður og endurgreiðsla rannsóknar- og þróunarkostnaðar frá Ríkinu skipti okkur líka miklu. En umfram allt er þetta samt árangur starfsmanna, bæði núverandi og fyrrverandi. Þið hafið búið til afburðatækni sem nú finnur sér farveg á markað í gegnum stórt og alþjóðlegt fyrirtæki – og gæti breytt markaði viðskiptagreindarlausna til frambúðar þegar nýjum lausnum verður hleypt af stokkunum undir merkjum Qlik.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×