Fiat slítur tengslin við Ferrari Finnur Thorlacius skrifar 30. október 2014 14:14 Ferrari 458 Speciale. Fiat hefur átt Ferrari í 45 ár, en ætlar nú að slíta tengslin við þennan þekkta sportbílaframleiðanda. Sá gjörningur eru þó með undarlegum hætti framkvæmdur en 10% hlutafjár í Ferrari fer á almennan markað en núverandi eigendur Fiat Chrysler Automobiles (FCA) munu eignast 90% hlutafjárins. Þar með eignast Agnelli fjölskyldan, sem á um 30% í FCA ein 27% í Ferrari. Afskipti Fiat af Ferrari verða með þessu engin og félagið fær að starfa alveg sjálfstætt og telur Forstjóri Fiat, Sergio Marchionne, þetta mikið gæfuspor fyrir Ferrari. Fiat Chrysler Automobiles var sjálft skráð á hlutabréfamarkaðinn í New York fyrr í þessum mánuði. Með því að selja hlutabréf í Ferrari mun Fiat auka mjög við lausafé sitt, enda mikil þörf á það sem fyrirtækið ætlar að eyða 60 milljörðum dollara á næstu árum við þróun Fiat og Chrysler bíla. Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent
Fiat hefur átt Ferrari í 45 ár, en ætlar nú að slíta tengslin við þennan þekkta sportbílaframleiðanda. Sá gjörningur eru þó með undarlegum hætti framkvæmdur en 10% hlutafjár í Ferrari fer á almennan markað en núverandi eigendur Fiat Chrysler Automobiles (FCA) munu eignast 90% hlutafjárins. Þar með eignast Agnelli fjölskyldan, sem á um 30% í FCA ein 27% í Ferrari. Afskipti Fiat af Ferrari verða með þessu engin og félagið fær að starfa alveg sjálfstætt og telur Forstjóri Fiat, Sergio Marchionne, þetta mikið gæfuspor fyrir Ferrari. Fiat Chrysler Automobiles var sjálft skráð á hlutabréfamarkaðinn í New York fyrr í þessum mánuði. Með því að selja hlutabréf í Ferrari mun Fiat auka mjög við lausafé sitt, enda mikil þörf á það sem fyrirtækið ætlar að eyða 60 milljörðum dollara á næstu árum við þróun Fiat og Chrysler bíla.
Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent