Jose Canseco tókst að skjóta nánast af sér löngutöng þegar hann var að þrífa skammbyssuna sína. Hann gleymdi því að það væri enn skot í byssunni. Puttinn fór nánast af er skotið fór úr byssunni. Reynt var að festa puttann aftur á með aðgerð og tíminn verður að leiða í ljós hvort það dugi til. Ef ekki þá þarf að fjarlægja hann.
Hann náði ekkert að sofa eftir aðgerðina og birti mynd af sér á Twitter þar sem mátti sjá ástandið á honum. Blessunarlega á hann góða konu sem hlúði greinilega vel að honum.
Canseco er með betri leikmönnum MLB-deildarinnar á seinni árum en eins og flestir á hans tíma var hann sterabúnt og viðurkenndi það í ævisögu sinni sem kom út fyrir níu árum síðan.
Love you baby no matter how many fingers you have ♥️♥️♥️ @JoseCanseco pic.twitter.com/v71ZUyBPTL
— Leila Knight (@ModelLeila) October 29, 2014
Got no sleep. Hope I can keep my finger but grateful it wasn't something worse @ModelLeila my nurse taking good care pic.twitter.com/TR78fmru8d
— Jose Canseco (@JoseCanseco) October 29, 2014