Nýir BMW X5 M og X6 M Finnur Thorlacius skrifar 30. október 2014 09:27 Nýr BMW X5 M. BMW mun kynna aðra kynslóð kraftabílanna X5 M og X6 M á bílasýningunni í Los Angeles, sem brátt fer að hefjast. Bílarnir munu áfram vera með 4,4 lítra V8 vélar með tveimur forþjöppum. Aflið fer upp um nokkur hestöfl, úr 555 í 567. Það afl verður tiltækt á 2.200-5.000 snúningum en var til staðar á 1.500-5.650 snúningum í eldri bílnum. Það vinnst þó vonandi upp með meira togi, sem nú verður 553 pund/fet en var 500 áður. Átta gíra Steptronic sjálfskipting verður í nýja bílnum, en eldri gerðin var með 6 gíra sjálfskiptingu. xDrive fjórhjóladrifið í bílnum getur sent allt aflið til hvors öxuls sem er í einu, allt eftir því hvar grip finnst. Bíllinn er nú með stillanlegri loftpúðafjöðrun og stór og breið dekk hans eru á 21 tommu felgum. Eyðsla bílsins hefur minnkað um heil 20% og CO2 mengun hans einnig. BMW X5 M og X6 M eru nú sléttar 4 sekúndur uppí 100 km hraða, hreint magnað fyrir stóra jeppa sem vega vel yfir 2 tonn. Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent
BMW mun kynna aðra kynslóð kraftabílanna X5 M og X6 M á bílasýningunni í Los Angeles, sem brátt fer að hefjast. Bílarnir munu áfram vera með 4,4 lítra V8 vélar með tveimur forþjöppum. Aflið fer upp um nokkur hestöfl, úr 555 í 567. Það afl verður tiltækt á 2.200-5.000 snúningum en var til staðar á 1.500-5.650 snúningum í eldri bílnum. Það vinnst þó vonandi upp með meira togi, sem nú verður 553 pund/fet en var 500 áður. Átta gíra Steptronic sjálfskipting verður í nýja bílnum, en eldri gerðin var með 6 gíra sjálfskiptingu. xDrive fjórhjóladrifið í bílnum getur sent allt aflið til hvors öxuls sem er í einu, allt eftir því hvar grip finnst. Bíllinn er nú með stillanlegri loftpúðafjöðrun og stór og breið dekk hans eru á 21 tommu felgum. Eyðsla bílsins hefur minnkað um heil 20% og CO2 mengun hans einnig. BMW X5 M og X6 M eru nú sléttar 4 sekúndur uppí 100 km hraða, hreint magnað fyrir stóra jeppa sem vega vel yfir 2 tonn.
Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent