Lífið

Keira Knightley ber að ofan með einu skilyrði

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
"Það hefur verið átt við líkama minn á ljósmyndum svo oft og á svo marga vegu í jafnmisjöfnum tilgangi, hvort sem um leynilegar myndatökur (e. paparazzi) er að ræða eða á veggspjöldum fyrir kvikmyndir,“
"Það hefur verið átt við líkama minn á ljósmyndum svo oft og á svo marga vegu í jafnmisjöfnum tilgangi, hvort sem um leynilegar myndatökur (e. paparazzi) er að ræða eða á veggspjöldum fyrir kvikmyndir,“
Leikkonan Keira Knightley samþykkti í sumar að sitja fyrir ber að ofan í blaðinu Interview með einu lykilskilyrði: Ekki yrði átt við líkama hennar á nokkurn hátt á myndinni.

Eftir að myndin af Knightley, sem leikið hefur í kvikmyndum á við Pride & Prejudice og Love Acutally, birtist í tímaritinu útskýrði hún sjónarhorn sitt í viðtali við the Times.

„Það hefur verið átt við líkama minn á ljósmyndum svo oft og á svo marga vegu í jafnmisjöfnum tilgangi, hvort sem um leynilegar myndatökur (e. paparazzi) er að ræða eða á veggspjöldum fyrir kvikmyndir,“ segir Knightley.

Myndin umtalaða.Mynd/Patrick Demarchelier
„Þessi taka var ein þeirra þar sem ég sagði einfaldlega: Ok, ég er sátt við að vera ber að ofan svo framarlega sem þú stækkar ekki brjóstin eða breytir á nokkurn hátt. Mér finnst skipta máli að koma þeim skilaboðum á framfæri að lögunin skiptir engu máli.“

Knightley segir að kvenlíkaminn sé vígvöllur og það sé að hluta ljósmyndun að kenna.

Brjóst Knightley hafa áður komið til umræðu. í viðtali við Allure árið 2012 lýsti hún yfir að hafa verið ósátt við sjálfa sig á veggspjöldum fyrir kvikmyndina King Arthur.

„Þeir breyta alltaf brjóstunum mínum,“ sagði Knightley.

Athygli vekur að myndirnar af Knightley eru frá því í ágúst. Myndirnar hafa þó ekki vakið athygli að ráði fyrr en leikkonan lýsti yfir skoðun sinni á myndatökunni.



„Ég hef ekkert á móti því að sýna brjóstin (á skjánum) þótt þau séu svo lítil - fólk hefur bara ekkert það mikinn áhuga á þeim,“ sagði hún í viðtalinu við Allure. Áhugi fólks virðist þó vera töluverður enda hafa myndirnar af Knightley skyndilega farið í mikla dreifingu á samfélagsmiðlum, hvort sem er á Facebook eða Twitter. Má væntanlega rekja dreifinguna til ummæla Knightley um kvenlíkamann sem vígvöll og baráttu fyrir því að líkaminn sé „bættur“ við eftirvinnslu mynda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×