Lífið

Bendir á íslensk orð sem skortir í enska tungu

Atli Ísleifsson skrifar
"Gluggaveður“ er eitt orðanna sem fjallað er um í greininni.
"Gluggaveður“ er eitt orðanna sem fjallað er um í greininni. Vísir/Vilhelm
Blaðamaðurinn Tyler Vendetti bendir í nýjum pistli á vefsíðunni Hello Giggles á tíu íslensk orð sem hún segir vanta í enska tungu. Vendetti segir að íslenskan líti oft ógnvekjandi út í augum annarra en Íslendinga, en að Íslendingar séu að sjálfsögðu því ekki sammála.

Vendetti segir svo frá könnun á vegum nemenda við Háskóla Íslands þar sem Íslendingar voru fengnir til að velja fegursta orð tungumálsins.

Meðal þeirra íslensku orða sem Vendetti segir vanta í enska tungu má nefna gluggaveður, ratljóst, skúmaskot, víðsýni, jæja, ljósmóðir, hugfanginn og einstök.

Hér má lesa grein Vendetti í heild sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×