Lífið

Sprenghlægilegt myndband: Sjáið Bandaríkjamenn reyna að segja Kvennablaðið

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Kvennablaðið fagnaði eins árs afmæli sínu 7. nóvember síðastliðinn og af því tilefni ákváðu ritstjórinn, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir og framkvæmdastjórinn, Soffía Steingrímsdóttir, að búa til sprenghlægilegt myndband þar sem Bandaríkjamenn sjást óska blaðinu til hamingju með afmælið. Eitthvað eiga Kanarnir í erfiðleikum með nafnið á blaðinu.

Soffía er hæstánægð með viðtökurnar sem Kvennablaðið hefur fengið á þessu ári.

"Fyrsta daginn heimsóttu nokkur þúsund manns vefinn og við vorum sallakátar. Núna ári síðar er staðan svona: Heimsóknir á fyrsta ári 2,8 milljónir." 

Hún vill þakka mörgum fyrir þennan frábæra árangur.

"Frá upphafi var ákveðið að Kvennablaðið yrði opinn vettvangur fyrir þá sem vildu leggja orð í belg og við það höfum við staðið. Og á einu ári hafa 1680 greinar eftir rúmlega 200 höfunda birst í Kvennablaðinu; þeir eiga allar okkar þakkir skildar fyrir, því án þeirra hefðum við aldrei náð flugi."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×