Lífið

Stórlega ýktar fréttir af andláti Macaulay Culkin

Atli Ísleifsson skrifar
Macauley Culkin árið 2006.
Macauley Culkin árið 2006. Vísir/AFP
Fréttir af andláti Macaulay Culkin eru stórlega ýktar að sögn umboðsmanns barnastjörnunnar fyrrverandi. Fréttirnar fóru á flug á samfélagsmiðlum á fimmtudaginn, en umboðsmaðurinn hefur nú staðfest að um hrekk var að ræða.

Í frétt Hollywood Reporter segir að fjöldi Twitter-notenda hafi gert ráð fyrir að orðrómurinn væri sannur og vottað samúð sína.

Þetta er í annað sinn á árinu þar sem fréttir um meint andlát hins 34 ára Culkin fara á flug í netheimum, en í apríl síðastliðinn þurfti umoðsmaður Culkin einnig að lýsa því yfir að Culkin væri enn í lifanda lífi.

Culkin sló í gegn í hlutverki Kevin McCallister í Home Alone-myndunum í upphafi tíunda áratugarins, en hann spilar nú í hljómsveitinni The Pizza Underground. Hljómsveitin mun koma fram á Fun Fun Fun Fest hátíðinni í Austin í Texas í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×