Sviti og sviðsdýfur Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar 8. nóvember 2014 14:05 FM Belfast sigruðu Silfurberg Vísir/Andri Marino Silfurberg í Hörpu var gjörsamlega troðið á Iceland Airwaves í gær, þegar hljómsveitin FM Belfast steig á svið um hálf eitt í nótt. Stemningin í salnum var mikil og greinilegt var að sveitarinnar var beðið með mikilli eftirvæntingu. Þau byrjuðu strax af miklum krafti og spilaðu aðallega lög af nýjustu plötu sinni Brighter Days. Salurinn dansaði, hoppaði og söng með allan tímann, stemmningin var mögnuð og hver einasti gestur með bros á vör. Vísir/Andri MarinoMeðlimir hljómsveitarinnar tóku nokkrar sviðsdýfur og áhorfendur létu mannhafið bera sig um. Eftir tæpan klukkutíma, tóku þau lokalagið og fóru af sviði. Salurinn var hinsvegar ekki á sama máli og klappaði þau upp. Það má segja að svitinn og stuðið hafi margfaldast eftir uppklapp, er þau tóku slagarann Underwear, sem teygðist svo í lagið þeirra I Don't Want to Go To Sleep Either. Inn í þetta fléttuðu þau meðal annars lögin Kiling in The Name of, Wonderwall og næntís eðalinn The Key, The Secret. FM Belfast stóðu svo sannarlega undir væntingum og miklu meira en það.Vísir/Andri Marino Airwaves Gagnrýni Mest lesið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Fleiri fréttir Elísabet fær uppreist æru Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Sjá meira
Silfurberg í Hörpu var gjörsamlega troðið á Iceland Airwaves í gær, þegar hljómsveitin FM Belfast steig á svið um hálf eitt í nótt. Stemningin í salnum var mikil og greinilegt var að sveitarinnar var beðið með mikilli eftirvæntingu. Þau byrjuðu strax af miklum krafti og spilaðu aðallega lög af nýjustu plötu sinni Brighter Days. Salurinn dansaði, hoppaði og söng með allan tímann, stemmningin var mögnuð og hver einasti gestur með bros á vör. Vísir/Andri MarinoMeðlimir hljómsveitarinnar tóku nokkrar sviðsdýfur og áhorfendur létu mannhafið bera sig um. Eftir tæpan klukkutíma, tóku þau lokalagið og fóru af sviði. Salurinn var hinsvegar ekki á sama máli og klappaði þau upp. Það má segja að svitinn og stuðið hafi margfaldast eftir uppklapp, er þau tóku slagarann Underwear, sem teygðist svo í lagið þeirra I Don't Want to Go To Sleep Either. Inn í þetta fléttuðu þau meðal annars lögin Kiling in The Name of, Wonderwall og næntís eðalinn The Key, The Secret. FM Belfast stóðu svo sannarlega undir væntingum og miklu meira en það.Vísir/Andri Marino
Airwaves Gagnrýni Mest lesið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Fleiri fréttir Elísabet fær uppreist æru Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Sjá meira