Lífið

„Hugsanlega hefur hann fallegasta hár karlmanns á Íslandi“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
vísir/arnþór
Vefsíðan Gay Iceland birtir viðtal á síðu sinni við R. Kurt Osenlund, aðalritstjóra Out Magazine, stærsta tímarits hinsegin fólks í heimi.

Forsvarsmenn tímaritsins völdu Ísland sem aðaláfangastað LGBT-ferðamanna, en LGBT stendur fyrir samkynhneigða, tvíkynhneigða og transfólk.

Í viðtali á síðu Gay Iceland dásamar ritstjórinn land og þjóð og lýsir teiti sem hann hélt ásamt öðrum í miðbæ Reykjavíkur.

„Við héldum teiti í Listasafni Reykjavíkur sem var á undan geggjuðum tónleikum með Gus Gus. Það var mín upplifun að það væri áþreifanleg, samfélagsstemning að allir væru virkilega glaðir að við værum þarna sem fór fram úr mínum björtustu vonum. Og auðvitað voru það hápunktar að hitta borgarstjórann og fyrrverandi forsætisráðherra, Jóhönnu Sigurðardóttur,“ segir ritstjórinn og bætir við að Jóhanna hafi konunglega nærveru. Þá finnst ritstjóranum hár Dags B. Eggertssonar sérstaklega glæsilegt.

„Borgarstjórinn var frábær. Hugsanlega hefur hann fallegasta hár karlmanns á Íslandi.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×