Lífið

Heilsuráð Unnar: Öðlumst vellíðan með vaxandi sjálfstrausti

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
vísir/hörður sveinsson
„Heilsan skiptir okkur öll miklu máli því er nauðsynlegt að hlúa vel að líkama og sál. Besta leiðin er að byrja að hreyfa sig og breyta rólega um mataræði, setja sér raunhæf markmið og fylgja þeim eftir,“ segir einkaþjálfarinn Unnur Pálmarsdóttir og býður lesendum Lífsins upp á fimm, góð heilsuráð:

1. Setjum okkur og heilsuna í fyrsta sætið! Heilsan skiptir okkur öll máli því er nauðsynlegt að stunda líkamsrækt daglega og hlusta vel á líkamann.

2. Leyfum okkur að dekra við líkamann, til dæmis fara í nudd, sund eða það sem hentar þér til að ná betri vellíðan.

3. Vellíðan öðlumst við einnig með vaxandi sjálfstrausti sem eykst þegar við ræktum líkama og sál.

4. Verum sátt við sjálfa okkur. Þegar við erum sátt við lífið og tilveruna þá virðast allar dyr opnar og möguleikar lífsins verða endalausir! Njótum þess að vera til og lifa heilbrigðu lífi.

5. Andlegt og líkamlegt jafnvægi skapast með hreyfingu, góðri hvíld og borða hollt fæði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×