Lífið

Engar athugasemdir: Svona er að vera kona á Nýja-Sjálandi

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Myndband af konu sem labbar um New York í tíu klukkutíma hefur vakið mikla athygli. Samtök sem berjast gegn áreitni og ógnunum á götum úti stóðu fyrir gerð myndbandsins og segja að konan hafi verið áreitt yfir hundrað sinnum á tíu tíma göngu sinni um borgina. 

Nú hefur New Zealand Herald gert myndband í svipuðum dúr þar sem þeir fengu fyrirsætuna Nicolu Simpson til að ganga um götur Auckland á Nýja Sjálandi og sjá hvort hún yrði áreitt.

Hennar upplifun var talsvert öðruvísi en eins og sést í myndbandinu snúa margir karlmenn sér við þegar hún gengur hjá en enginn kallar athugasemdir að henni.


Tengdar fréttir

Fær nauðgunarhótanir í kjölfar myndbands

Leikkonan sem labbaði um New York og fékk yfir 100 athugasemdir frá karlmönnum á þeim tíma hefur fengið nauðgunarhótanir á netinu vegna myndbandsins sem tekið var upp á meðan hún gekk um borgina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×