Býst við um 50.000 gestum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 5. nóvember 2014 15:22 Hátíðargestir (t.v.) og Grímur Atlason visir/arnþór/aðsent Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves hefst í dag og stendur fram á sunnudag. Hátíðin fór fyrst fram í flugskýli númer fjögur á Reykjavíkurflugvelli árið 1999. Síðan þá hefur hátíðinni vaxið fiskur um hrygg og er nú haldin í sextánda skipti í tólf tónleikasölum víðsvegar um borgina. Séu svokallaðir „off-venue“ staðir teknir með í reikninginn slagar heildarfjöldinn hátt upp í sjötíu staði. Grímur Atlason, skipuleggjandi hátíðarinnar, segir í samtali við Vísi að miðar á hátíðina hafi selst upp fyrir um mánuði. Alls hefðu rúmir 9.000 miðar verið í boði og þar af hefðu í kringum 5.000 verið keyptir af útlendingum. Miðarnir hefðu klárast aðeins síðar en í fyrra en jafnframt voru fleiri miðar í sölu nú en þá. Að auki býst hann við því að um 50.000 manns mæti á off-venue tónleika en heftur enga hugmynd hvaðan þeir koma. Alls munu 63 flytjendur koma fram á hátíðinni auk fjölmargra sem leika off-venue. Meðal erlendra gesta sem spila um helgina má nefna hinn breska East India Youth, sem tilnefndur var til Mercury-verðlaunanna nú í ár, bandarísku sveitirnar The War on Drugs og Future Islands sem báðar eru ofarlega á listum gagnrýnenda yfir bestu plötur ársins og svo mætti lengi telja. „Ég sá um að bóka hljómsveitirnar og langar því að sjá þær allar. Hins vegar verð ég á þeytingi um allan bæ og næ því ekki að sjá neitt almennilega. En ég ætla klárlega að sjá The War on Drugs og Flaming Lips í Vodafone-höllinni, síðustu tónleikum The Knife má enginn missa af sem og Grísalappalísa ásamt Megasi. Einnig Ásgeir Trausti, Lizard Wizard, FM Belfast, listinn er í raun endalaus,“ segir Grímur. Enn fremur bætir hann við að í grunninn þá sé Airwaves tónlistarhátíð og það eru engin geimvísindi á bak við slíkar. Allt sem þú þarft séu tónleikastaðir, góð hljóðkerfi, hljómsveitir til að spila tónlist og gestir til að hlýða á þær. Sé það er allt í standi þá mun hátíðin fara vel og allir skemmta sér. Upplýsingar um hljómsveitir sem fram koma og tónleikastaði má finna á heimasíðu hátíðarinnar og í opinberu appi hátíðarinnar fyrir snjallsíma. Airwaves Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menning Fleiri fréttir Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Sjá meira
Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves hefst í dag og stendur fram á sunnudag. Hátíðin fór fyrst fram í flugskýli númer fjögur á Reykjavíkurflugvelli árið 1999. Síðan þá hefur hátíðinni vaxið fiskur um hrygg og er nú haldin í sextánda skipti í tólf tónleikasölum víðsvegar um borgina. Séu svokallaðir „off-venue“ staðir teknir með í reikninginn slagar heildarfjöldinn hátt upp í sjötíu staði. Grímur Atlason, skipuleggjandi hátíðarinnar, segir í samtali við Vísi að miðar á hátíðina hafi selst upp fyrir um mánuði. Alls hefðu rúmir 9.000 miðar verið í boði og þar af hefðu í kringum 5.000 verið keyptir af útlendingum. Miðarnir hefðu klárast aðeins síðar en í fyrra en jafnframt voru fleiri miðar í sölu nú en þá. Að auki býst hann við því að um 50.000 manns mæti á off-venue tónleika en heftur enga hugmynd hvaðan þeir koma. Alls munu 63 flytjendur koma fram á hátíðinni auk fjölmargra sem leika off-venue. Meðal erlendra gesta sem spila um helgina má nefna hinn breska East India Youth, sem tilnefndur var til Mercury-verðlaunanna nú í ár, bandarísku sveitirnar The War on Drugs og Future Islands sem báðar eru ofarlega á listum gagnrýnenda yfir bestu plötur ársins og svo mætti lengi telja. „Ég sá um að bóka hljómsveitirnar og langar því að sjá þær allar. Hins vegar verð ég á þeytingi um allan bæ og næ því ekki að sjá neitt almennilega. En ég ætla klárlega að sjá The War on Drugs og Flaming Lips í Vodafone-höllinni, síðustu tónleikum The Knife má enginn missa af sem og Grísalappalísa ásamt Megasi. Einnig Ásgeir Trausti, Lizard Wizard, FM Belfast, listinn er í raun endalaus,“ segir Grímur. Enn fremur bætir hann við að í grunninn þá sé Airwaves tónlistarhátíð og það eru engin geimvísindi á bak við slíkar. Allt sem þú þarft séu tónleikastaðir, góð hljóðkerfi, hljómsveitir til að spila tónlist og gestir til að hlýða á þær. Sé það er allt í standi þá mun hátíðin fara vel og allir skemmta sér. Upplýsingar um hljómsveitir sem fram koma og tónleikastaði má finna á heimasíðu hátíðarinnar og í opinberu appi hátíðarinnar fyrir snjallsíma.
Airwaves Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menning Fleiri fréttir Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Sjá meira