Lífið

Skaut klámmynd úr lofti

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Bandaríski kvikmyndagerðarmaðurinn Brandon LaGanke vildi senda heiminum friðarskilaboð og því ákvað hann að skjóta klámmynd úr lofti með svokölluðum drónum. Myndin heitir einfaldlega Drone Boning.

„Við vildum kanna hugmynd um einkalíf og árásir þegar drónar eru annars vegar - hugmyndin var að búa til klámmynd, ekki heyja stríð,“ segir Brandon í samtali við Vice. 

Í myndinni eru fallegar landslagsmyndir og síðan glittir í fólk að njóta ásta. Þó naktir líkamarnir sjáist lítið er myndin afar erótískt.

„Ég myndi aldrei skjóta alvöru klámmynd svona. Planið var að taka upp fallegt landslag og síðan láta fólk ríða þar,“ segir Brandon.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×