Ungmenni kaupa sama bílamerki og foreldrarnir Finnur Thorlacius skrifar 5. nóvember 2014 12:51 Börn erfa skoðanir foreldra sinna á bílum. Könnun meðal 4.300 ungmenna í Bandaríkjunum leiddi í ljós að það eru 39% meiri líkur til þess að þau kaupi bíla frá sama bílaframleiðanda og foreldrar þeirra gerðu, en ekki frá öðrum framleiðendum. Þessar niðurstöður benda enn eina ferðina til þess hve uppeldi barna hefur mikil áhrif á gerðir þeirra og það langt fram eftir aldri. Hvað bandarísku bílaframleiðendurna varðar var mest tryggð við bíla frá General Motors og var þá ekki greint á milli Chevrolet, Cadillac, Buick eða GMC, heldur voru miklar líkur til þess að ungmennin keyptu bíl frá einhverjum af þessum framleiðendum ef foreldrarnir áttu bíl frá GM. Þessar niðurstöður gætu breytt því hvernig bílaframleiðendur markaðssetja og verðleggja bíla sína til ungs fólks. Könnun sem þessi hefur ekki áður verið gerð og þykja niðurstöður hennar forvitnilegar, en kannski ekki koma svo mikið á óvart. Mest lesið Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Erlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Innlent
Könnun meðal 4.300 ungmenna í Bandaríkjunum leiddi í ljós að það eru 39% meiri líkur til þess að þau kaupi bíla frá sama bílaframleiðanda og foreldrar þeirra gerðu, en ekki frá öðrum framleiðendum. Þessar niðurstöður benda enn eina ferðina til þess hve uppeldi barna hefur mikil áhrif á gerðir þeirra og það langt fram eftir aldri. Hvað bandarísku bílaframleiðendurna varðar var mest tryggð við bíla frá General Motors og var þá ekki greint á milli Chevrolet, Cadillac, Buick eða GMC, heldur voru miklar líkur til þess að ungmennin keyptu bíl frá einhverjum af þessum framleiðendum ef foreldrarnir áttu bíl frá GM. Þessar niðurstöður gætu breytt því hvernig bílaframleiðendur markaðssetja og verðleggja bíla sína til ungs fólks. Könnun sem þessi hefur ekki áður verið gerð og þykja niðurstöður hennar forvitnilegar, en kannski ekki koma svo mikið á óvart.
Mest lesið Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Erlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Innlent