Lífið

Rúrik Gísla grjótharður í Köben

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Útivistarmerkið 66°Norður opnaði verslun á Sværtegade 12 í Kaupmannahöfn í Danmörku um helgina. Um er að ræða fyrstu verslun merkisins erlendis sem rekin er alfarið af fyrirtækinu.

Nýja verslunin er hönnuð af Gonzalez-Haase arkítektum frá Berlín og er 130 fermetrar.

Mikið var um dýrðir þegar verslunin opnaði og var Rúrik Gíslason, landsliðsmaður í knattspyrnu, meðal gesta.

Bjarney Harðardóttir, markaðsstjóri 66°Norður, segist vera spennt fyrir framhaldinu í Danaveldi.

„Opnunin er spennandi skref fyrir 66°Norður og hlökkum við til að sjá hver viðbrögðin verða.“

Aldís Arnardóttir, starfsmaður 66°Norður.
Mannmargt á opnuninni.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×