Lífið

Meirihluta kvenna dreymir um að vera undirgefinn í kynlífi

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
vísir/getty
Ný rannsókn sem birt er í The Journal of Sexual Meidicine sýnir að meirihluta kvenna dreymir um að vera undirgefinn í kynlífi.

Rannsóknin var framkvæmd af vísindamönnum í háskólanum í Montreal. 1516 fullorðnir einstaklingar voru fengnir til að taka þátt og þeim gefinn listi yfir 55 mismunandi kynlífsfantasíur, allt frá kynlífi með mörgum aðilum yfir í kynlíf með hlutum eða dýrum.

Þátttakendur gáfu fantasíunum einkunn og lýstu sinni uppáhaldsfantasíu í smáatriðum.

Flestir sem tóku þátt sögðu meirihluta fantasíanna æsa sig. Vinsælasta fantasían hjá báðum kynjum var rómantískt kynlíf og kynlíf á óvæntum stöðum.

Tæplega 65 prósent kvennanna sem tóku þátt sögðust dreyma um að vera undirgefnar í kynlífi. Rúm 52 prósent sögðust vilja binda sig niður, 36 prósent dreymdi um rassskellingar og 28,9 prósent dreymdi um að láta þvinga sig til samfara. 

Hátt hlutfall karla æstist líka við sömu fantasíur en meirihluti karlmanna lét sig frekar dreyma um munnmök, kynlíf utan hjónabands, kynlíf með mörgum konum og að hafa sáðlát á maka sinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×