Lífið

Gleði á tvöfaldri opnun

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
myndir/kristinn svanur jónsson
Sýningarnar Flatland eftir Sirru Sigrúnu Sigurðardóttur og Veraldir og vegir eftir austurríska listamanninn Gunter Damisch voru opnaðar í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi, laugardaginn 1. nóvember.

Sirra Sigrún nam myndlist við Listaháskóla Íslands og School of Visual Arts, New York. Hún hefur sýnt víða, bæði hér heima og erlendis, meðal annars í Hafnarborg, Listasafni Reykjavíkur og Tate Modern í London. Sirra Sigrún er einn stofnenda og eigenda sýningarstaðarins Kling & Bang í Reykjavík og er í hópi áhrifamikilla listamanna hér á landi.

Gunter Damisch varð þekktur á níunda áratugnum sem einn af hinum ,,Hinum nýju villtu“, Neue Wilde, sem var óformlegur hópur ungra listamanna sem brást við meintri hnignun málverksins á alþjóðavísu með því að mála kraftmiklar og litríkar myndir. Frá árinu 1992 hefur listamaðurinn verið prófessor við Listaháskólann í Vínarborg.

Gunter Damisch, Kristín Gunnlaugsdóttir og Snorri Ásmundsson.
Guðjón Friðriksson, Hjálmar Sveinsson og Hildur Kjartansdóttir.
Aðalheiður Guðmundsdóttir, Rúrí og Hlynur Helgason.
Gunter Damisch og Sirra Sigrún Sigurðardóttir.
Margrét Kjartansdóttir, Heiðrún Hákonardóttir, Heiðdís Einarsdóttir,Berghildur Erla Bernhardsdóttir og Ragnheiður Lárusdóttir.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×