Ekki markmið Seðlabanka að vera rekinn með hagnaði Heimir Már Pétursson skrifar 17. nóvember 2014 13:39 Már Guðmundsson seðlabankastjóri sagði á fundi efnahags- og viðskiptanefndar í morgun að markmið Seðlabankans séu flóknari en svo að vera rekinn með hagnaði. vísir/stefán Seðlabankastjóri segir erfitt að skýra það út fyrir ráðamönnum að bindiskylda viðskiptabankanna hjá Seðlabankanum geti ekki verið tekjuöflunartæki. Þá sé bindiskylda nánast hvergi notuð sem stjórntæki. En formaður efnahags- og viðskiptanefndar undrast háa vexti sem Seðlabankinn greiðir viðskiptabönkunum af bindiskyldunni. Már Guðmundsson seðlabankastjóri kom á opin fund efnahags- og viðskiptanefndar í dag ásamt Þórarni G. Péturssynii aðalhagfræðingi bankans og Katrínu Ólafsdóttur fulltrúa í peningastefnunefnd bankans. Nefndarmenn spurðu út í stjórntæki bankans og efnahagsþróunina. Frosti Sigurjónsson formaður nefndarinnar og þingmaður Framsóknarflokksins lýsti undrun sinni á háum vöxtum sem Seðlabankinn greiddi viðskiptabönkunum á innistæður þeirra í tengslum við bindiskyldu bankanna hjá Seðlabankanum. „Það er mikið af lausu fé í umferð í bankakerfinu og fjármálakerfinu sem Seðlabankinn hefur lagt sog fram um að binda inni í Seðlabankanum með því að bjóða vexti á allt að 200 milljarða sýnist mér,“ sagði Frosti. Sem að hans mati leiddi líka til viðhalds á hærri vöxtum í bankakerfinu þegar þörf væri á að lækka þá. Greiddir væru háir vexti á þessa 200 milljarða en á móti hefði Seðlabankinn ekki miklar tekjur af fyrirgreiðslu við bankana. Miðað við um 5 prósenta vexti hefði Seðlabankinn greitt viðskiptabönkunum um 10 milljarða á síðasta ár. Már Guðmundsson sagði það ekki markmið Seðlabankans í sjálfu sér að evra rekinn með hagnaði, efnahagsleg markmið hans væru önnur. „Kollegar mínir, seðlabankastjórar erlendis segja; við erum alltaf að reyna að útskýra þetta fyrir okkar ráðherrum og þeir skilja þetta í fimm mínútur og svo spyrja þeir aftur nokkrum dögum seinna,“ sagði seðlabankastjóri í svari sínu til Frosta. Seðlabankinn væri tæki stjórnvalda til að ná skilgreindum markmiðum sem honum væru sett með lögum. „Og hann kann að þurfa þess við vissar aðstæður að taka á sig mikið tap til að ná þessum markmiðum,“ sagði Már. Dæmi um þessar mundir væri Seðlabanki Sviss sem væri að reyna að hemja hækkun á gengi svissneska frankans þótt það kostaði bankann verulega í afkomu. „Það er ekki rétt í okkar huga að ræða þetta með stjórntækin út frá því hvort það er tap eða hagnaður á bankanum vegna þess að það er second-ert í þessu sambandi. Heldur hitt; eru stjórntækin nógu góð til að ná þessum markmiðum sem bankanum eru sett,“ sagði Már Guðmundson og lýsti því að stýrivextir hefðu hins vegar reynst gott altækt tæki í að ná verðbólgumarkmiðum bankans. Mest lesið Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Neytendur Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Innlent Fleiri fréttir Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Sjá meira
Seðlabankastjóri segir erfitt að skýra það út fyrir ráðamönnum að bindiskylda viðskiptabankanna hjá Seðlabankanum geti ekki verið tekjuöflunartæki. Þá sé bindiskylda nánast hvergi notuð sem stjórntæki. En formaður efnahags- og viðskiptanefndar undrast háa vexti sem Seðlabankinn greiðir viðskiptabönkunum af bindiskyldunni. Már Guðmundsson seðlabankastjóri kom á opin fund efnahags- og viðskiptanefndar í dag ásamt Þórarni G. Péturssynii aðalhagfræðingi bankans og Katrínu Ólafsdóttur fulltrúa í peningastefnunefnd bankans. Nefndarmenn spurðu út í stjórntæki bankans og efnahagsþróunina. Frosti Sigurjónsson formaður nefndarinnar og þingmaður Framsóknarflokksins lýsti undrun sinni á háum vöxtum sem Seðlabankinn greiddi viðskiptabönkunum á innistæður þeirra í tengslum við bindiskyldu bankanna hjá Seðlabankanum. „Það er mikið af lausu fé í umferð í bankakerfinu og fjármálakerfinu sem Seðlabankinn hefur lagt sog fram um að binda inni í Seðlabankanum með því að bjóða vexti á allt að 200 milljarða sýnist mér,“ sagði Frosti. Sem að hans mati leiddi líka til viðhalds á hærri vöxtum í bankakerfinu þegar þörf væri á að lækka þá. Greiddir væru háir vexti á þessa 200 milljarða en á móti hefði Seðlabankinn ekki miklar tekjur af fyrirgreiðslu við bankana. Miðað við um 5 prósenta vexti hefði Seðlabankinn greitt viðskiptabönkunum um 10 milljarða á síðasta ár. Már Guðmundsson sagði það ekki markmið Seðlabankans í sjálfu sér að evra rekinn með hagnaði, efnahagsleg markmið hans væru önnur. „Kollegar mínir, seðlabankastjórar erlendis segja; við erum alltaf að reyna að útskýra þetta fyrir okkar ráðherrum og þeir skilja þetta í fimm mínútur og svo spyrja þeir aftur nokkrum dögum seinna,“ sagði seðlabankastjóri í svari sínu til Frosta. Seðlabankinn væri tæki stjórnvalda til að ná skilgreindum markmiðum sem honum væru sett með lögum. „Og hann kann að þurfa þess við vissar aðstæður að taka á sig mikið tap til að ná þessum markmiðum,“ sagði Már. Dæmi um þessar mundir væri Seðlabanki Sviss sem væri að reyna að hemja hækkun á gengi svissneska frankans þótt það kostaði bankann verulega í afkomu. „Það er ekki rétt í okkar huga að ræða þetta með stjórntækin út frá því hvort það er tap eða hagnaður á bankanum vegna þess að það er second-ert í þessu sambandi. Heldur hitt; eru stjórntækin nógu góð til að ná þessum markmiðum sem bankanum eru sett,“ sagði Már Guðmundson og lýsti því að stýrivextir hefðu hins vegar reynst gott altækt tæki í að ná verðbólgumarkmiðum bankans.
Mest lesið Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Neytendur Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Innlent Fleiri fréttir Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Sjá meira