Myndirnar af Kim Kardashian í tímaritinu Paper hafa væntanlega farið framhjá fáum í dag og í gær. Á forsíðunni berar hún afturenda sinn og inni í blaðinu situr hún fyrir allsnakin. Mickey Boardman, ritstjóri Paper, segir að ekki hafi verið mikið átt við myndirnar.
„Við breyttum þeim minna en fólk heldur. Hún lítur svona út í alvörunni. Þetta er hún. Ég myndi segja að myndunum hafi verið breytt eins og um hefðbundna forsíðu væri að ræða,“ segir hann í samtali við Yahoo Style. Hann bætir við að það hafi verið Kim sem átti hugmyndina að því að fara úr öllum fötunum.
„Viðhorf Kim var að við ættum að ganga alla leið ef við gerðum þetta. Og það var hennar hugmynd að fara úr fötunum og sýna meira en rassinn. En við sögðum ekki: Gerum forsíðu þar sem rassinn þinn sést. Hún sagði að hún væri viljug til að fækka fötum og eitt leiddi af öðru,“ segir ritstjórinn.
Kim átti hugmyndina að því að vera nakin í Paper

Tengdar fréttir

Segir Kim Kardashian hafa fótósjoppað rassinn
Leikarinn Dane Cook gerir grín að forsíðunni frægu.

Dagurinn sem sitjandinn á Kim Kardashian rústaði internetinu
Forsíða Paper er langt frá því að vera fyrsta tímaritsforsíðan sem skekur heiminn.

Berar frægasta rass í heimi á forsíðu Paper
Margir telja að þessi mynd af Kim Kardashian eigi eftir að leggja internetið í rúst í dag.

Gerir grín að rassamynd Kim Kardashian
„Getið hvor er ekta.“

Berar ekki bara bossann: Allsber inni í blaðinu
Kim Kardashian-málið vindur upp á sig.