Ungir menn vinna ekki WRC Finnur Thorlacius skrifar 12. nóvember 2014 16:25 Enginn yngri en 27 ára hefur orðið heimsmeistari í rallakstri, en Colin McRae er sá yngsti og var reyndar að nálgast 28 árin. Sebastian Vettel varð heimsmeistari í Formúlu 1 aðeins 23 ára og 134 daga gamall. Hvað skildi valda þessu að engum ungum og efnilegum ökumanni hefur tekist að vinna heimsmeistaratitilinn í rallakstri yngri? Þeir hjá Autocar telja það vafalaus vegna þess að ökumenn þar verða að öðlast áralanga reynslu af þeim leiðum sem keppt er á og hegðun bíla sinna á mismunandi undirlagi. Þessa reynslu nái menn einfaldlega ekki eins hratt og til dæmis í Formúlunni þar sem ekinn er sami hringurinn aftur og aftur og aðeins á rennisléttu malbiki. Það þarf einfaldlega þessa reynslu áður en nokkur getur látið sig dreyma um að vinna eina keppni, hvað þá heila mótaröð. Sjá má rallökumanninn Kris Meeke ræða þessa staðreynd við Autocar í myndskeiðinu, en hann segir eldri ökumennina þekkja hvern stein á helstu rallökuleiðunum og þar eigi þeir yngri engan séns. Mest lesið Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent
Enginn yngri en 27 ára hefur orðið heimsmeistari í rallakstri, en Colin McRae er sá yngsti og var reyndar að nálgast 28 árin. Sebastian Vettel varð heimsmeistari í Formúlu 1 aðeins 23 ára og 134 daga gamall. Hvað skildi valda þessu að engum ungum og efnilegum ökumanni hefur tekist að vinna heimsmeistaratitilinn í rallakstri yngri? Þeir hjá Autocar telja það vafalaus vegna þess að ökumenn þar verða að öðlast áralanga reynslu af þeim leiðum sem keppt er á og hegðun bíla sinna á mismunandi undirlagi. Þessa reynslu nái menn einfaldlega ekki eins hratt og til dæmis í Formúlunni þar sem ekinn er sami hringurinn aftur og aftur og aðeins á rennisléttu malbiki. Það þarf einfaldlega þessa reynslu áður en nokkur getur látið sig dreyma um að vinna eina keppni, hvað þá heila mótaröð. Sjá má rallökumanninn Kris Meeke ræða þessa staðreynd við Autocar í myndskeiðinu, en hann segir eldri ökumennina þekkja hvern stein á helstu rallökuleiðunum og þar eigi þeir yngri engan séns.
Mest lesið Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent